Innlent

Nauðlending á Biskupstungnavegi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vélin er af gerðinni Diamond.
Vélin er af gerðinni Diamond. Myndir/Þorbjörn Þórðarson
Rétt eftir hádegi nauðlenti lítil flugvél á Biskupstungnavegi rétt vestan við Einholtsveg og Kjóastaði. Vélin er af gerðinni Diamond. Hún er merkt Keili Aviation Academy en var flugmaðurinn einn í vélinni. 

Þarna er leiðin frá Gullfossi að Geysi. Vélin lokar annarri akreininni, þeirri frá Gullfossi. Lögregla bendir vegfarendum á að gæta varúðar, en blindhæð er öðru megin þegar komið er að þessu. Ekki er ljóst hve lengi vélin verður þarna.

Málið er í höndum lögreglu á Selfossi og rannsóknarnefndar flugslysa. Að sögn lögreglu á staðnum fékk flugmaðurinn meldingu í mælaborð um að lenda undir eins í miðju flugi yfir svæðinu. Engan sakaði og þjóðvegurinn var greiður við lendingu.



 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×