Að elska bíla og mat Dagur B. Eggertsson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun