Í hvers konar þjóðfélagi erum við? Halldór Gunnarsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 milljarða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengistryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verðtryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi?Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kynslóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upplýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrirtækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lögvarin framkvæmd fjármálastofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólögmæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í?Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta einstaklinga skrifa bónarbréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármálastofnana hjá þeim „stóru“ stanslaust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breytast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið.Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fimm milljarða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta meðhöndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á markaði. Við þekkjum það úr Rannsóknarskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildareignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári –ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyrissjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 milljarða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengistryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verðtryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi?Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kynslóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upplýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrirtækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lögvarin framkvæmd fjármálastofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólögmæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í?Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta einstaklinga skrifa bónarbréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármálastofnana hjá þeim „stóru“ stanslaust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breytast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið.Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fimm milljarða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta meðhöndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á markaði. Við þekkjum það úr Rannsóknarskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildareignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári –ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyrissjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar