Í hvers konar þjóðfélagi erum við? Halldór Gunnarsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 milljarða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengistryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verðtryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi?Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kynslóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upplýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrirtækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lögvarin framkvæmd fjármálastofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólögmæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í?Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta einstaklinga skrifa bónarbréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármálastofnana hjá þeim „stóru“ stanslaust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breytast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið.Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fimm milljarða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta meðhöndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á markaði. Við þekkjum það úr Rannsóknarskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildareignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári –ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyrissjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 milljarða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengistryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verðtryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi?Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kynslóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upplýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrirtækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lögvarin framkvæmd fjármálastofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólögmæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í?Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta einstaklinga skrifa bónarbréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármálastofnana hjá þeim „stóru“ stanslaust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breytast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið.Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fimm milljarða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta meðhöndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á markaði. Við þekkjum það úr Rannsóknarskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildareignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári –ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyrissjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun