Í hvers konar þjóðfélagi erum við? Halldór Gunnarsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 milljarða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengistryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verðtryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi?Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kynslóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upplýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrirtækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lögvarin framkvæmd fjármálastofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólögmæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í?Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta einstaklinga skrifa bónarbréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármálastofnana hjá þeim „stóru“ stanslaust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breytast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið.Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fimm milljarða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta meðhöndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á markaði. Við þekkjum það úr Rannsóknarskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildareignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári –ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyrissjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 milljarða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengistryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verðtryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi?Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kynslóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upplýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrirtækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lögvarin framkvæmd fjármálastofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólögmæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í?Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta einstaklinga skrifa bónarbréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármálastofnana hjá þeim „stóru“ stanslaust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breytast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið.Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fimm milljarða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta meðhöndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á markaði. Við þekkjum það úr Rannsóknarskýrslunni að fé lífeyrissjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heildareignar. Innstreymi í lífeyrissjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári –ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyrissjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við?
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun