Viðskipti innlent

Nýtt app sparar 500 vinnustundir á ári

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Svona lítur appið sem Byggingarfélag námsmanna notar út.
Svona lítur appið sem Byggingarfélag námsmanna notar út.
Advania hefur hannað öpp sem nýtast fyrirtækjum og stofnunum við að ná hagræða í rekstri og starfsemi.

Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsfulltrúi Advania segir að hagræðingin felist í minna pappírsvafstri, með appinu verði tvískráning óþörf og það leiði af sér að villuhætta við skráningu sé minni.

Appið er ætlað vinnustöðum sem þurfa að skrá niður upplýsingar á vettvangi.

Sem dæmi nefnir hann að Byggingarfélags námsmanna (BN) byrjaði að nýta app við úttekt á leiguíbúðum. BN telji að með appinu verði vinnusparnaður félagsins um 500 klukkustundir á ári eftir að appið hefur verið tekið í notkun.

BN er með um 500 íbúðir í útleigu og um 200 nýir leigutakar koma inn  á hverju ári. Við slík íbúðaskipti fara umsjónarmenn félagsins yfir íbúðina þegar henni er skilað áður en nýr leigutaki tekur við.

Áður en appið var tekið í notkun þurfti að skrá allar upplýsingar um íbúðirnar á pappír og sem þurfti svo að skrá inn. Hverri íbúð fylgdi mikið vafstur og margar skjalamöppur. Nú er hægt að skrá allar upplýsingar beint inn á appið sem geymir upplýsingarnar. Hann segir þetta einfalda allt utanumhald mjög mikið.

Föstudaginn 29. nóvember  heldur Advania morgunverðarfund í höfuðstöðvum sínum að Guðrúnartúni 10. Þar verður fjallað um lausnir fyrir snjallsíma og spjaldtölvur með áherslu á reynslu og ávinning þeirra fyrirtækja sem hafa tekið slíkar lausnir í notkun.

Einnig verður rætt um hvað er framundan í þessu fagi og hvernig skuli innleiða slíkar lausnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×