Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir eignast Orkuveituhúsið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þegar búið er að ganga að fullu frá sölu húsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur mun um tugur lífeyrissjóða eignast húsið. OR hefur þegar fengið húsið að fullu greitt, sem seldist á alls fimm milljarða króna.

Þetta kemur frá á vef RÚV. Tilboð fjárfestingarfyrirtækisins Straums fyrir hönd óstofnaðs félags  var samþykkt í vor, sem sett var með fyrirvara um fjármögnun. Fasteignafélagið Foss er kaupandinn og er það í eigu Straums í gegnum annað eignarhaldsfélag. Kaupin sjálf fjármögnuð með fjögurra milljarða skuldabréfa og eiginfjárframlagi upp á rúman milljarð. 

Samkvæmt heimildum RÚV fjármagna um tíu lífeyrissjóðir kaupin að öllu leyti og munu þeir eignast húsið í gegnum Fasteignafélagið Foss. Orkuveitan mun leigja húsið í 20 ár og greiða fyrir það 3,4 milljarða króna. Þá gildir skuldabréfið einnig til þess tíma. Orkuveitan hefur þó rétt til að kaupa húsið eftir tíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×