Hvenær telst maður gamall? Sigurbjörg Hannesdóttir og Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:35 Hvenær telst maður gamall? Er það þegar maður stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að flytjast burt af heimili sínu, heimili til áratuga jafnvel, og inn á öldrunarheimili? Á efri árum standa margir frammi fyrir þeim veruleika og eðlilegt er að þá leiti á hugann hvað taki við sem gefi lífinu gildi á slíkum stað. Sumir gætu efast um að það væri margt. Er öldrunarheimili ekki sá staður sem fólk kemur til að deyja á, gætu jafnvel einhverjir spurt. Auðvitað er það svo að öldrunarheimili eru í flestum tilvikum síðasta heimili íbúa á lífsleiðinni. En það er hins vegar fjarri lagi að þar ríki drungi og deyfð, þó svo að líkaminn sé oft á tíðum farinn að gefa sig og minnið orðið gloppótt. Reynsla margra er sú að oft á tíðum kviknar lífsneistinn aftur eftir að viðkomandi flyst á öldrunarheimili og þá aukist lífsgæði á ný. Einmanaleiki og kvíði minnkar, félagsleg virkni og sjálfsöryggi eykst. Viðhorf hvers og eins til lífsins og persónulegar aðstæður hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á þá upplifun sem fylgir flutningi á öldrunarheimili. Miklu máli skiptir að þar sé notalegt og umhverfið hvetjandi og fullt af tækifærum. Við þær aðstæður eru góðir möguleikar til að lifa við mikil lífsgæði, gleði og möguleika til að takast á við ný hlutverk sé viljinn fyrir hendi.Nýjar tómstundirReynsla margra er að á öldrunarheimili öðlist íbúar á ný tækifæri til að kynnast nýjum tómstundum af margvíslegu tagi og þeim áhugamálum sem setið hafa á hakanum lengi. Margir nýta sér aðstöðuna og fara í sund og leikfimi, taka þátt í útiveru og njóta samverustunda með öðru fólki í ríkari mæli en áður var. Aðrir nýta tækifærið og halda áfram að þroskast og læra nýja hluti.Getan meiri en margur heldur Þrátt fyrir háan aldur eða heilsubrest hefur það sýnt sig í iðjuþjálfun Hrafnistuheimilanna að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, það er ef viljinn er til staðar hjá einstaklingnum. Það kemur gjarnan mörgum íbúum og aðstandendum þeirra á óvart hversu mikil getan er í raun og veru. Tími til tómstunda, vilji til verka, jákvætt og vinalegt viðmót starfsfólks og heimilislegt en jafnframt hvetjandi umhverfi þar sem fagfólk á sviði iðjuþjálfunar veitir ríka aðstoð eru í þessu sambandi þau lykilatriði sem ráða miklu um árangurinn.Hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfar veita margvíslega og fjölbreytta þjónustu sem er aðlöguð getu og þörfum sérhvers sem á þarf að halda. Við iðjuþjálfun er meðal annars notast við ýmis hjálpartæki, ásamt því að veita hagnýta fræðslu og ráðgjöf. Markmiðið er að styðja einstaklinginn til að taka þátt á þeim sviðum sem veita honum ánægju og skipta hann máli. Sú iðja getur þróast og mótast í samstarfi iðjuþjálfans og einstaklingsins, því þjónustan við hvern og einn tekur mið af þörfum og óskum þeirra sem njóta. Um þessar mundir er um áratugur síðan fyrsti iðjuþjálfinn hóf störf á Hrafnistu. Þeir eru nú sjö og verða enn fleiri frá og með næsta hausti. Iðjuþjálfar hafa umsjón með daglegu félagsstarfi á heimilunum í heild og einnig vinnustofum, þar sem stundað er fjölbreytt handverk, svo sem smíðar, myndlist, leirlist, glerlist og margt fleira. Iðjuþjálfarnir skipuleggja einnig framkvæmd kvöldskemmtana, ferðalaga og annarra viðburða og því er oft mikið líf í tuskunum.FramtíðinÁ tölvuöld fleygir tækninni sífellt fram. Þeir sem nú eru í blóma lífsins velta kannski ekki endilega fyrir sér hvernig lífið verði á öldrunarheimilunum í framtíðinni. En hvernig verður veruleikinn árið 2030? Internetkaffihús á öllum öldrunarheimilum? Sannleikurinn er sá að það er nú þegar til staðar á Hrafnistu. Við hvetjum lesendur til að kynna sér nánar starfsemi Hrafnistu og þá fjölbreyttu iðjuþjálfun sem þar er í boði með því að heimsækja heimasíðu heimilanna – eða líta við á Facebook! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hvenær telst maður gamall? Er það þegar maður stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að flytjast burt af heimili sínu, heimili til áratuga jafnvel, og inn á öldrunarheimili? Á efri árum standa margir frammi fyrir þeim veruleika og eðlilegt er að þá leiti á hugann hvað taki við sem gefi lífinu gildi á slíkum stað. Sumir gætu efast um að það væri margt. Er öldrunarheimili ekki sá staður sem fólk kemur til að deyja á, gætu jafnvel einhverjir spurt. Auðvitað er það svo að öldrunarheimili eru í flestum tilvikum síðasta heimili íbúa á lífsleiðinni. En það er hins vegar fjarri lagi að þar ríki drungi og deyfð, þó svo að líkaminn sé oft á tíðum farinn að gefa sig og minnið orðið gloppótt. Reynsla margra er sú að oft á tíðum kviknar lífsneistinn aftur eftir að viðkomandi flyst á öldrunarheimili og þá aukist lífsgæði á ný. Einmanaleiki og kvíði minnkar, félagsleg virkni og sjálfsöryggi eykst. Viðhorf hvers og eins til lífsins og persónulegar aðstæður hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á þá upplifun sem fylgir flutningi á öldrunarheimili. Miklu máli skiptir að þar sé notalegt og umhverfið hvetjandi og fullt af tækifærum. Við þær aðstæður eru góðir möguleikar til að lifa við mikil lífsgæði, gleði og möguleika til að takast á við ný hlutverk sé viljinn fyrir hendi.Nýjar tómstundirReynsla margra er að á öldrunarheimili öðlist íbúar á ný tækifæri til að kynnast nýjum tómstundum af margvíslegu tagi og þeim áhugamálum sem setið hafa á hakanum lengi. Margir nýta sér aðstöðuna og fara í sund og leikfimi, taka þátt í útiveru og njóta samverustunda með öðru fólki í ríkari mæli en áður var. Aðrir nýta tækifærið og halda áfram að þroskast og læra nýja hluti.Getan meiri en margur heldur Þrátt fyrir háan aldur eða heilsubrest hefur það sýnt sig í iðjuþjálfun Hrafnistuheimilanna að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, það er ef viljinn er til staðar hjá einstaklingnum. Það kemur gjarnan mörgum íbúum og aðstandendum þeirra á óvart hversu mikil getan er í raun og veru. Tími til tómstunda, vilji til verka, jákvætt og vinalegt viðmót starfsfólks og heimilislegt en jafnframt hvetjandi umhverfi þar sem fagfólk á sviði iðjuþjálfunar veitir ríka aðstoð eru í þessu sambandi þau lykilatriði sem ráða miklu um árangurinn.Hlutverk iðjuþjálfa Iðjuþjálfar veita margvíslega og fjölbreytta þjónustu sem er aðlöguð getu og þörfum sérhvers sem á þarf að halda. Við iðjuþjálfun er meðal annars notast við ýmis hjálpartæki, ásamt því að veita hagnýta fræðslu og ráðgjöf. Markmiðið er að styðja einstaklinginn til að taka þátt á þeim sviðum sem veita honum ánægju og skipta hann máli. Sú iðja getur þróast og mótast í samstarfi iðjuþjálfans og einstaklingsins, því þjónustan við hvern og einn tekur mið af þörfum og óskum þeirra sem njóta. Um þessar mundir er um áratugur síðan fyrsti iðjuþjálfinn hóf störf á Hrafnistu. Þeir eru nú sjö og verða enn fleiri frá og með næsta hausti. Iðjuþjálfar hafa umsjón með daglegu félagsstarfi á heimilunum í heild og einnig vinnustofum, þar sem stundað er fjölbreytt handverk, svo sem smíðar, myndlist, leirlist, glerlist og margt fleira. Iðjuþjálfarnir skipuleggja einnig framkvæmd kvöldskemmtana, ferðalaga og annarra viðburða og því er oft mikið líf í tuskunum.FramtíðinÁ tölvuöld fleygir tækninni sífellt fram. Þeir sem nú eru í blóma lífsins velta kannski ekki endilega fyrir sér hvernig lífið verði á öldrunarheimilunum í framtíðinni. En hvernig verður veruleikinn árið 2030? Internetkaffihús á öllum öldrunarheimilum? Sannleikurinn er sá að það er nú þegar til staðar á Hrafnistu. Við hvetjum lesendur til að kynna sér nánar starfsemi Hrafnistu og þá fjölbreyttu iðjuþjálfun sem þar er í boði með því að heimsækja heimasíðu heimilanna – eða líta við á Facebook!
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun