Vildirðu láta opna bréfin þín? Ögmundur Jónasson skrifar 25. júní 2013 00:01 Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun