Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2013 18:54 Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló og sækir um leitarleyfi í norskri lögsögu í næsta mánuði. Félögin Eykon og Kolvetni ehf. sameinuðust í dag undir nafni Eykons. Því var spáð að úthlutun olíuleitarleyfa á Drekasvæðið gæti kveikt íslenska vaxtarsprota í þessum geira en þrjú íslensk félög voru í hópi umsækjenda. Tvö þeirra runnu saman í dag, Eykon og Kolvetni, að sögn Gunnlaugs Jónssonar, sem hefur bæði verið stjórnarformaður Kolvetna og framkvæmdastjóri Eykons, en sömu aðilar hafa verið lykilhluthafar í báðum félögum. Helstu aðstandendur hins sameinaða félags eru, auk Gunnlaugs, Heiðar Már Guðjónsson, Verkfræðistofan Mannvit og Norðmaðurinn Terje Hagevang, sem stýrir nýrri starfsstöð félagsins í Noregi. Gunnlaugur segir norska umhverfið hagstætt fyrir lítil félög en einnig sjái Eykon fyrir sér samstarf við stærri aðila og starfssvæðið er skilgreint sem allt Norður-Atlantshaf. Eykon er langt kominn með að ráða tólf manna hóp sérfræðinga til starfa í Osló til að leita á olíusvæðum Noregs. Félagið hyggst senda inn umsókn um leitar- og vinnsluleyfi í byrjun september og vonast til að fá úthlutað í janúar á næsta ári. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 greindi Gunnlaugur nánar frá þessum áformum. Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló og sækir um leitarleyfi í norskri lögsögu í næsta mánuði. Félögin Eykon og Kolvetni ehf. sameinuðust í dag undir nafni Eykons. Því var spáð að úthlutun olíuleitarleyfa á Drekasvæðið gæti kveikt íslenska vaxtarsprota í þessum geira en þrjú íslensk félög voru í hópi umsækjenda. Tvö þeirra runnu saman í dag, Eykon og Kolvetni, að sögn Gunnlaugs Jónssonar, sem hefur bæði verið stjórnarformaður Kolvetna og framkvæmdastjóri Eykons, en sömu aðilar hafa verið lykilhluthafar í báðum félögum. Helstu aðstandendur hins sameinaða félags eru, auk Gunnlaugs, Heiðar Már Guðjónsson, Verkfræðistofan Mannvit og Norðmaðurinn Terje Hagevang, sem stýrir nýrri starfsstöð félagsins í Noregi. Gunnlaugur segir norska umhverfið hagstætt fyrir lítil félög en einnig sjái Eykon fyrir sér samstarf við stærri aðila og starfssvæðið er skilgreint sem allt Norður-Atlantshaf. Eykon er langt kominn með að ráða tólf manna hóp sérfræðinga til starfa í Osló til að leita á olíusvæðum Noregs. Félagið hyggst senda inn umsókn um leitar- og vinnsluleyfi í byrjun september og vonast til að fá úthlutað í janúar á næsta ári. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 greindi Gunnlaugur nánar frá þessum áformum.
Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00