Ríkisstyrktur útvegur Lýður Árnason skrifar 12. desember 2013 06:00 Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun