"Fólk missir vinnuna meðan við hlæjum í glimmerinu“ Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2013 12:36 Tónlistarmönnum er sárt um sitt Eurovision. En ... "það var nánast verið að segja upp heilli tónlistardeild á RÚV og hún er mikilvægari en Eurovision.“ Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður og Eurovision-fari vill að skoðað verði hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hvíla Eurovision. Hann tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hann sé ekki á móti Eurovision en hann vill velta við hverjum steini. Og ekkert endilega Eurovision, en Eurovision eins og hvað annað. „Allskonar pælingar í ljósi harðnandi ára. Einhver nefndi Áramótaskaupið. Það þarf að skoða í öll horn. Ég er fylgjandi Eurovision en ég skil líka mikilvægi niðurskurðar.“Klórar sér í pungnum Hannes, sem hefur tekið þátt í fjórum eða fimm undankeppnum, og farið einu sinni út í keppnina sjálfa, viðraði þessar hugmyndir á Facebook, en gerði það varlega því hann veit sem er að málið er eldfimt. „Í ljósi þess sem gengið hefur á hjá RUV undanfarið, væri ekki ráð að hvíla bara Eurovision þáttöku í ár? Margar þjóðir hafa tekið sér pásu í eitt ár sökum peningaskorts og komið svo aftur eftir smá hvíld. Er þetta ekki eitthvað sem RUV ætti að íhuga? Það sparast hellingur af peningum. Bara pæling...“ Og það reyndist rétt metið hjá Hannesi. Margir taka þessari ábendingu óstinnt upp. Matthías Matthías, félagi Hannesar segir: „Hannes Friðbjarnarson var síðasti Júróvisjonfarinn! Held að það sé bara þannig.“ Og Friðrik Ómar er ekki kátur þegar hann skrifar: „Burt með þetta eurovision. Hef aldrei skilið þetta fyrirbæri. : "sagði hann og klóraði sér í pungnum"“ Og Regína Ósk segir einfaldlega „Nei! Það verður að vera ljós í skammdeginu.“ Hannes segir menn viðkvæma. „Jón Ólafs talar um að það sé hagnaður af þessu. Veit ekkert um það en ef svo er, þá er það frábært. Eurovision er verðugur grundvöllur fyrir alla lagahöfunda og tónlistarmenn en það þarf að skoða þennan möguleika jafnt sem aðra hvort sem menn eru að tala um listasöfn eða spítala. Verður að skoða alla möguleika. Heil tónlistardeild á rúv sem er nánast lögð niður, fólk sem missir vinnuna meðan við hlæjum í glimmerinu. En, ef útgjöldin eru minni en hagnaðurinn, þá þarf að skoða í önnur horn.“Tónlistardeildin mikilvægari en Eurovision Hannes segir þetta spurningu um forgangsröð og bendir á að Portúgal hafi ekki tekið þátt í fyrra vegna erfiðs efnahagslífs. „Eurovison lifir það alveg af. Við getum við sparað þarna, í millistjórnendum RÚV, launum útvarpsstjóra... það verður bara að skoða þetta allt. Undarleg forgangsröðun, segja upp þul á Rás 1 til að ráða inn annan. Það var nánast verið að segja upp heilli tónlistardeild á RÚV og hún er mikilvægari en Eurovision.“ Ekki náðist í Skarphéðinn Guðmundsson sem er yfir innlendri dagskrárgerð á Ríkisútvarpinu, til að inna hann eftir því hvernig menn reikna þennan dagskrárlið í plús fyrir stofnunina. Kostnaður í ár var um 60 milljónir, að sögn Fréttatímans; 30 við undankeppnina og annað eins við þátttöku í aðalkeppninni. Þetta byggir á upplýsingum frá Skarphéðni. Sjónvarpið auglýsti nýverið framlengingu á skilafresti laga í Söngvakeppnina um viku. Frestur rann út 14. október og kemur þar fram að vinningsféð sé ein milljón króna.Keppnin fer fram Uppfært 14:00 Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri hafði verið á fundum í morgun og þess vegna náðist ekki í hann þá en Skarphéðinn segir að það standi hvorki til að slá Söngvakeppnina af né hætta við þátttöku í Eurovision: „Undirbúningur hófst fyrir allnokkru síðan og þegar búið að staðfesta þátttöku Íslands í Eurovision. Innsend lög í Söngvakeppnina hafa aldrei verið fleiri en í ár sem er til marks um vaxandi áhuga tónlistarfólksins okkar á keppninni, engir dagskrárliðir hjá RÚV njóta eins mikilla vinsælda meðal almennings og hafa ber í huga að Eurovision-keppnin nýtur óvíða eins mikillar lýðhylli og á Íslandi. Þessar miklu vinsældur gera það svo að verkum að það koma sem betur fer inn tekjur sem vega upp á móti kostnaði. Því verður leitað annarra leiða til að hagræða í sjónvarpsdagskrá en í niðurskurði á framboði menningarefnis." Skarphéðinn segir að þegar sé hafin vinna við að hagræða eins mikið og kostur er í tengslum við Söngvakeppnina og Eurovision-þátttöku með það að markmiði að draga umtalsvert úr kostnaði. „Það þarf jú að sjálfsögðu að sníða stakk eftir vexti og gildir þá einu hvort um er að ræða söngvakeppni eða aðra dagskrárgerð sem ráðist er út í.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður og Eurovision-fari vill að skoðað verði hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hvíla Eurovision. Hann tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hann sé ekki á móti Eurovision en hann vill velta við hverjum steini. Og ekkert endilega Eurovision, en Eurovision eins og hvað annað. „Allskonar pælingar í ljósi harðnandi ára. Einhver nefndi Áramótaskaupið. Það þarf að skoða í öll horn. Ég er fylgjandi Eurovision en ég skil líka mikilvægi niðurskurðar.“Klórar sér í pungnum Hannes, sem hefur tekið þátt í fjórum eða fimm undankeppnum, og farið einu sinni út í keppnina sjálfa, viðraði þessar hugmyndir á Facebook, en gerði það varlega því hann veit sem er að málið er eldfimt. „Í ljósi þess sem gengið hefur á hjá RUV undanfarið, væri ekki ráð að hvíla bara Eurovision þáttöku í ár? Margar þjóðir hafa tekið sér pásu í eitt ár sökum peningaskorts og komið svo aftur eftir smá hvíld. Er þetta ekki eitthvað sem RUV ætti að íhuga? Það sparast hellingur af peningum. Bara pæling...“ Og það reyndist rétt metið hjá Hannesi. Margir taka þessari ábendingu óstinnt upp. Matthías Matthías, félagi Hannesar segir: „Hannes Friðbjarnarson var síðasti Júróvisjonfarinn! Held að það sé bara þannig.“ Og Friðrik Ómar er ekki kátur þegar hann skrifar: „Burt með þetta eurovision. Hef aldrei skilið þetta fyrirbæri. : "sagði hann og klóraði sér í pungnum"“ Og Regína Ósk segir einfaldlega „Nei! Það verður að vera ljós í skammdeginu.“ Hannes segir menn viðkvæma. „Jón Ólafs talar um að það sé hagnaður af þessu. Veit ekkert um það en ef svo er, þá er það frábært. Eurovision er verðugur grundvöllur fyrir alla lagahöfunda og tónlistarmenn en það þarf að skoða þennan möguleika jafnt sem aðra hvort sem menn eru að tala um listasöfn eða spítala. Verður að skoða alla möguleika. Heil tónlistardeild á rúv sem er nánast lögð niður, fólk sem missir vinnuna meðan við hlæjum í glimmerinu. En, ef útgjöldin eru minni en hagnaðurinn, þá þarf að skoða í önnur horn.“Tónlistardeildin mikilvægari en Eurovision Hannes segir þetta spurningu um forgangsröð og bendir á að Portúgal hafi ekki tekið þátt í fyrra vegna erfiðs efnahagslífs. „Eurovison lifir það alveg af. Við getum við sparað þarna, í millistjórnendum RÚV, launum útvarpsstjóra... það verður bara að skoða þetta allt. Undarleg forgangsröðun, segja upp þul á Rás 1 til að ráða inn annan. Það var nánast verið að segja upp heilli tónlistardeild á RÚV og hún er mikilvægari en Eurovision.“ Ekki náðist í Skarphéðinn Guðmundsson sem er yfir innlendri dagskrárgerð á Ríkisútvarpinu, til að inna hann eftir því hvernig menn reikna þennan dagskrárlið í plús fyrir stofnunina. Kostnaður í ár var um 60 milljónir, að sögn Fréttatímans; 30 við undankeppnina og annað eins við þátttöku í aðalkeppninni. Þetta byggir á upplýsingum frá Skarphéðni. Sjónvarpið auglýsti nýverið framlengingu á skilafresti laga í Söngvakeppnina um viku. Frestur rann út 14. október og kemur þar fram að vinningsféð sé ein milljón króna.Keppnin fer fram Uppfært 14:00 Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri hafði verið á fundum í morgun og þess vegna náðist ekki í hann þá en Skarphéðinn segir að það standi hvorki til að slá Söngvakeppnina af né hætta við þátttöku í Eurovision: „Undirbúningur hófst fyrir allnokkru síðan og þegar búið að staðfesta þátttöku Íslands í Eurovision. Innsend lög í Söngvakeppnina hafa aldrei verið fleiri en í ár sem er til marks um vaxandi áhuga tónlistarfólksins okkar á keppninni, engir dagskrárliðir hjá RÚV njóta eins mikilla vinsælda meðal almennings og hafa ber í huga að Eurovision-keppnin nýtur óvíða eins mikillar lýðhylli og á Íslandi. Þessar miklu vinsældur gera það svo að verkum að það koma sem betur fer inn tekjur sem vega upp á móti kostnaði. Því verður leitað annarra leiða til að hagræða í sjónvarpsdagskrá en í niðurskurði á framboði menningarefnis." Skarphéðinn segir að þegar sé hafin vinna við að hagræða eins mikið og kostur er í tengslum við Söngvakeppnina og Eurovision-þátttöku með það að markmiði að draga umtalsvert úr kostnaði. „Það þarf jú að sjálfsögðu að sníða stakk eftir vexti og gildir þá einu hvort um er að ræða söngvakeppni eða aðra dagskrárgerð sem ráðist er út í.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira