Eva Joly sagði það Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2013 06:00 Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar