Nýting skógarfugla Gylfi Magnússon skrifar 23. apríl 2013 06:00 Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja. Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst er að hægt verði að ná samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengjuna og afnám gjaldeyrishafta sem skila ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens samningurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri þó um mun flóknari samninga að ræða og hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu staðreynd að útlendingum er almennt enn meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því geta allir haft hag af samningum. Það þarf samninga. Fyrirheit um eignaupptöku, afturvirka skattlagningu og því um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á andlitslausum útlendingum meðal almennings, m.a. líkja þeim við hræfugla. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér. Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.Eignalítið fólk varð verst úti Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekkert frekar en það er tímabært að ráðstafa hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur. Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja. Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst er að hægt verði að ná samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengjuna og afnám gjaldeyrishafta sem skila ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens samningurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri þó um mun flóknari samninga að ræða og hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu staðreynd að útlendingum er almennt enn meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því geta allir haft hag af samningum. Það þarf samninga. Fyrirheit um eignaupptöku, afturvirka skattlagningu og því um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á andlitslausum útlendingum meðal almennings, m.a. líkja þeim við hræfugla. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér. Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.Eignalítið fólk varð verst úti Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekkert frekar en það er tímabært að ráðstafa hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur. Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar