Innlent

Jólatrjáasala fer hægt af stað

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sala á Jólatrjám hefur farið hægt af stað í desember að mati söluaðila. Þeir reikna með því að næsta helgi verði annasöm.

Jólaundirbúningur landsmanna er kominn á fullt skrið enda aðeins ellefu dagar til jóla. Sala á jólatrám hefur hins vegar farið hægt af stað.

„Mér finnst fólk vera frekar rólegt í tíðinni. Það er ekki eins mikill gangur í henni eins og í fyrra en þetta er allt að koma,“ segir Steinunn Reynisdóttir deildarstjóri garðyrkjudeildar Garðheima. Hún á von á að helgin verði annasöm. „Ég hugsa að helgin geti orðið nokkuð drjúg og næsta vika og helgin þar á eftir,“ segir Steinunn.

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur utanum Jólaskóginn í Heiðmörk sem var opnaður um síðustu helgi. Gústaf Jarl Viðarsson hjá Skógræktarfélaginu segir að hápunktur jólavertíðarinnar sé að ganga í garð. „Þetta er árlega hefð hjá mörgum fjölskyldum í Reykjavík að koma upp í Heiðmörk og höggva sitt eigið tré. Það hefur svipaður fjöldi að vera koma til okkar og í fyrra,“ segir Gústaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×