Erfðabreyttar lífverur – hættulegar eða hættulausar? Vísindamenn skrifar 5. október 2013 06:00 Á mánudag er haldið málþing á vegum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem ber yfirskriftina „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“. Aðstandendur málþingsins hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra (EB) lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Enn og aftur fá þeir velþekkta afneitara erfðatækninnar til liðs við sig til að breiða út hræðsluáróðurinn. Því er rétt að halda eftirfarandi staðreyndum málsins til haga.Áhrif EB-matvæla á heilsu fólks Þrátt fyrir áratuga reynslu af ræktun EB-nytjaplantna í landbúnaði hafa engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að þær séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli. Undir þetta taka alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Evrópusambandið, auk fjölmarga vísindamanna. Í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin er vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatæknin sé örugg. Ein virtasta vísindaakademía heims „American Association for the Advancement of Science“ ályktaði t.d. nýlega að matur sem innihéldi afurðir úr erfðabreyttu korni væri ekki hættulegri til neyslu en matvæli ræktuð á hefðbundinn hátt. Þær örfáu ritrýndu greinar sem andstæðingar EB-lífvera benda endurtekið á máli sínu til stuðnings standast ekki nánari skoðun.Áhrif á hag bænda Milljónir bænda um allan heim nýta EB-nytjaplöntur með góðum árangri. Í dag eru EB-nytjaplöntur ræktaðar á yfir 170 milljón hektara í 28 löndum og hefur ræktunin aukist 100-falt síðan 1996. Og nú eru EB-plöntur í fyrsta sinn ræktaðar á stærra landsvæði í þróunarlöndunum en á Vesturlöndum. Yfir 80% af heimsframleiðslu á bómull og sojabaunum eru í dag erfðabreytt. Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós. Hvernig má annars skýra þá gríðarlegu aukningu sem sést um allan heim á nýtingu þessarar tækni? Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.Áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika Gjarnan er vikið að neikvæðum áhrifum EB-nytjaplantna á líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig nýting þeirra í landbúnaði er að útrýma yrkjum sem fylgt hafa manninum í árþúsundir. Gallinn er sá að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Minnkandi erfðafjölbreytileiki í landbúnaði er mun eldra vandamál og frægasta dæmið um neikvæð áhrif einræktar í landbúnaði er án efa hungursneyðin á Írlandi um miðja 19. öld þegar þarlend kartöflurækt hrundi í kjölfar sveppasjúkdóms löngu fyrir tíma erfðabreytinga.Áhrif á náttúru – ofurillgresi og -pöddur Þeim hugmyndum er jafnan haldið fram að EB-ræktun hafi neikvæð áhrif á náttúruna. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að áhrif af ræktun EB-plantna eru jákvæð samanborið við hefðbundna ræktun. Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða. Með ræktun EB-plantna hefur markvisst verið dregið úr jarðvinnslu sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á umhverfið: minni jarðvegseyðingu og vatnsrof (þar af leiðandi meiri möguleika á kolefnisbindingu) og minni véla- og eldsneytisnotkun. Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna. Til að skilja mikla og oft á tíðum vel skipulagða andstöðu gegn erfðatækni í landbúnaði er mikilvægt að hafa í huga að þar hafa margir hagsmuna að gæta aðrir en líftækni- og fræfyrirtæki, t.d. lífrænir framleiðendur, seljendur og vottunaraðilar sem hagnast á hræðslu neytenda við erfðabreyttar afurðir í matvörum, fyrirtæki á sviði DNA-greininga sem hafa tekjur af því að greina erfðabreytt efni í matvælum og „náttúruverndarsamtök“. Þrátt fyrir að vísindamenn, sem verja nýtingu þessarar tækni á opinberum vettvangi þurfi oft að þola svikabrigsl og aðdróttanir um leynda hagsmuni, er ekki alltaf allt sem sýnist í baráttunni gegn erfðatækni í landbúnaði. Dr. Áslaug Helgadóttir prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Íslands Dr. Erna Magnúsdóttir sérfræðingur Háskóla Íslands Dr. Jón Hallsteinn Hallsson dósent Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Karl Magnússon MD, prófessor Háskóla Íslands Dr. Oddur Vilhelmsson prófessor Háskólanum á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudag er haldið málþing á vegum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem ber yfirskriftina „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“. Aðstandendur málþingsins hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra (EB) lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Enn og aftur fá þeir velþekkta afneitara erfðatækninnar til liðs við sig til að breiða út hræðsluáróðurinn. Því er rétt að halda eftirfarandi staðreyndum málsins til haga.Áhrif EB-matvæla á heilsu fólks Þrátt fyrir áratuga reynslu af ræktun EB-nytjaplantna í landbúnaði hafa engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að þær séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli. Undir þetta taka alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Evrópusambandið, auk fjölmarga vísindamanna. Í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin er vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatæknin sé örugg. Ein virtasta vísindaakademía heims „American Association for the Advancement of Science“ ályktaði t.d. nýlega að matur sem innihéldi afurðir úr erfðabreyttu korni væri ekki hættulegri til neyslu en matvæli ræktuð á hefðbundinn hátt. Þær örfáu ritrýndu greinar sem andstæðingar EB-lífvera benda endurtekið á máli sínu til stuðnings standast ekki nánari skoðun.Áhrif á hag bænda Milljónir bænda um allan heim nýta EB-nytjaplöntur með góðum árangri. Í dag eru EB-nytjaplöntur ræktaðar á yfir 170 milljón hektara í 28 löndum og hefur ræktunin aukist 100-falt síðan 1996. Og nú eru EB-plöntur í fyrsta sinn ræktaðar á stærra landsvæði í þróunarlöndunum en á Vesturlöndum. Yfir 80% af heimsframleiðslu á bómull og sojabaunum eru í dag erfðabreytt. Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós. Hvernig má annars skýra þá gríðarlegu aukningu sem sést um allan heim á nýtingu þessarar tækni? Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.Áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika Gjarnan er vikið að neikvæðum áhrifum EB-nytjaplantna á líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig nýting þeirra í landbúnaði er að útrýma yrkjum sem fylgt hafa manninum í árþúsundir. Gallinn er sá að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Minnkandi erfðafjölbreytileiki í landbúnaði er mun eldra vandamál og frægasta dæmið um neikvæð áhrif einræktar í landbúnaði er án efa hungursneyðin á Írlandi um miðja 19. öld þegar þarlend kartöflurækt hrundi í kjölfar sveppasjúkdóms löngu fyrir tíma erfðabreytinga.Áhrif á náttúru – ofurillgresi og -pöddur Þeim hugmyndum er jafnan haldið fram að EB-ræktun hafi neikvæð áhrif á náttúruna. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að áhrif af ræktun EB-plantna eru jákvæð samanborið við hefðbundna ræktun. Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða. Með ræktun EB-plantna hefur markvisst verið dregið úr jarðvinnslu sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á umhverfið: minni jarðvegseyðingu og vatnsrof (þar af leiðandi meiri möguleika á kolefnisbindingu) og minni véla- og eldsneytisnotkun. Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna. Til að skilja mikla og oft á tíðum vel skipulagða andstöðu gegn erfðatækni í landbúnaði er mikilvægt að hafa í huga að þar hafa margir hagsmuna að gæta aðrir en líftækni- og fræfyrirtæki, t.d. lífrænir framleiðendur, seljendur og vottunaraðilar sem hagnast á hræðslu neytenda við erfðabreyttar afurðir í matvörum, fyrirtæki á sviði DNA-greininga sem hafa tekjur af því að greina erfðabreytt efni í matvælum og „náttúruverndarsamtök“. Þrátt fyrir að vísindamenn, sem verja nýtingu þessarar tækni á opinberum vettvangi þurfi oft að þola svikabrigsl og aðdróttanir um leynda hagsmuni, er ekki alltaf allt sem sýnist í baráttunni gegn erfðatækni í landbúnaði. Dr. Áslaug Helgadóttir prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Íslands Dr. Erna Magnúsdóttir sérfræðingur Háskóla Íslands Dr. Jón Hallsteinn Hallsson dósent Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Karl Magnússon MD, prófessor Háskóla Íslands Dr. Oddur Vilhelmsson prófessor Háskólanum á Akureyri
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun