Erfðabreyttar lífverur – hættulegar eða hættulausar? Vísindamenn skrifar 5. október 2013 06:00 Á mánudag er haldið málþing á vegum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem ber yfirskriftina „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“. Aðstandendur málþingsins hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra (EB) lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Enn og aftur fá þeir velþekkta afneitara erfðatækninnar til liðs við sig til að breiða út hræðsluáróðurinn. Því er rétt að halda eftirfarandi staðreyndum málsins til haga.Áhrif EB-matvæla á heilsu fólks Þrátt fyrir áratuga reynslu af ræktun EB-nytjaplantna í landbúnaði hafa engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að þær séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli. Undir þetta taka alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Evrópusambandið, auk fjölmarga vísindamanna. Í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin er vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatæknin sé örugg. Ein virtasta vísindaakademía heims „American Association for the Advancement of Science“ ályktaði t.d. nýlega að matur sem innihéldi afurðir úr erfðabreyttu korni væri ekki hættulegri til neyslu en matvæli ræktuð á hefðbundinn hátt. Þær örfáu ritrýndu greinar sem andstæðingar EB-lífvera benda endurtekið á máli sínu til stuðnings standast ekki nánari skoðun.Áhrif á hag bænda Milljónir bænda um allan heim nýta EB-nytjaplöntur með góðum árangri. Í dag eru EB-nytjaplöntur ræktaðar á yfir 170 milljón hektara í 28 löndum og hefur ræktunin aukist 100-falt síðan 1996. Og nú eru EB-plöntur í fyrsta sinn ræktaðar á stærra landsvæði í þróunarlöndunum en á Vesturlöndum. Yfir 80% af heimsframleiðslu á bómull og sojabaunum eru í dag erfðabreytt. Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós. Hvernig má annars skýra þá gríðarlegu aukningu sem sést um allan heim á nýtingu þessarar tækni? Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.Áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika Gjarnan er vikið að neikvæðum áhrifum EB-nytjaplantna á líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig nýting þeirra í landbúnaði er að útrýma yrkjum sem fylgt hafa manninum í árþúsundir. Gallinn er sá að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Minnkandi erfðafjölbreytileiki í landbúnaði er mun eldra vandamál og frægasta dæmið um neikvæð áhrif einræktar í landbúnaði er án efa hungursneyðin á Írlandi um miðja 19. öld þegar þarlend kartöflurækt hrundi í kjölfar sveppasjúkdóms löngu fyrir tíma erfðabreytinga.Áhrif á náttúru – ofurillgresi og -pöddur Þeim hugmyndum er jafnan haldið fram að EB-ræktun hafi neikvæð áhrif á náttúruna. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að áhrif af ræktun EB-plantna eru jákvæð samanborið við hefðbundna ræktun. Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða. Með ræktun EB-plantna hefur markvisst verið dregið úr jarðvinnslu sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á umhverfið: minni jarðvegseyðingu og vatnsrof (þar af leiðandi meiri möguleika á kolefnisbindingu) og minni véla- og eldsneytisnotkun. Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna. Til að skilja mikla og oft á tíðum vel skipulagða andstöðu gegn erfðatækni í landbúnaði er mikilvægt að hafa í huga að þar hafa margir hagsmuna að gæta aðrir en líftækni- og fræfyrirtæki, t.d. lífrænir framleiðendur, seljendur og vottunaraðilar sem hagnast á hræðslu neytenda við erfðabreyttar afurðir í matvörum, fyrirtæki á sviði DNA-greininga sem hafa tekjur af því að greina erfðabreytt efni í matvælum og „náttúruverndarsamtök“. Þrátt fyrir að vísindamenn, sem verja nýtingu þessarar tækni á opinberum vettvangi þurfi oft að þola svikabrigsl og aðdróttanir um leynda hagsmuni, er ekki alltaf allt sem sýnist í baráttunni gegn erfðatækni í landbúnaði. Dr. Áslaug Helgadóttir prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Íslands Dr. Erna Magnúsdóttir sérfræðingur Háskóla Íslands Dr. Jón Hallsteinn Hallsson dósent Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Karl Magnússon MD, prófessor Háskóla Íslands Dr. Oddur Vilhelmsson prófessor Háskólanum á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á mánudag er haldið málþing á vegum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem ber yfirskriftina „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?“. Aðstandendur málþingsins hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra (EB) lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Enn og aftur fá þeir velþekkta afneitara erfðatækninnar til liðs við sig til að breiða út hræðsluáróðurinn. Því er rétt að halda eftirfarandi staðreyndum málsins til haga.Áhrif EB-matvæla á heilsu fólks Þrátt fyrir áratuga reynslu af ræktun EB-nytjaplantna í landbúnaði hafa engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að þær séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli. Undir þetta taka alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Evrópusambandið, auk fjölmarga vísindamanna. Í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin er vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatæknin sé örugg. Ein virtasta vísindaakademía heims „American Association for the Advancement of Science“ ályktaði t.d. nýlega að matur sem innihéldi afurðir úr erfðabreyttu korni væri ekki hættulegri til neyslu en matvæli ræktuð á hefðbundinn hátt. Þær örfáu ritrýndu greinar sem andstæðingar EB-lífvera benda endurtekið á máli sínu til stuðnings standast ekki nánari skoðun.Áhrif á hag bænda Milljónir bænda um allan heim nýta EB-nytjaplöntur með góðum árangri. Í dag eru EB-nytjaplöntur ræktaðar á yfir 170 milljón hektara í 28 löndum og hefur ræktunin aukist 100-falt síðan 1996. Og nú eru EB-plöntur í fyrsta sinn ræktaðar á stærra landsvæði í þróunarlöndunum en á Vesturlöndum. Yfir 80% af heimsframleiðslu á bómull og sojabaunum eru í dag erfðabreytt. Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós. Hvernig má annars skýra þá gríðarlegu aukningu sem sést um allan heim á nýtingu þessarar tækni? Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.Áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika Gjarnan er vikið að neikvæðum áhrifum EB-nytjaplantna á líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig nýting þeirra í landbúnaði er að útrýma yrkjum sem fylgt hafa manninum í árþúsundir. Gallinn er sá að hér er verið að hengja bakara fyrir smið. Minnkandi erfðafjölbreytileiki í landbúnaði er mun eldra vandamál og frægasta dæmið um neikvæð áhrif einræktar í landbúnaði er án efa hungursneyðin á Írlandi um miðja 19. öld þegar þarlend kartöflurækt hrundi í kjölfar sveppasjúkdóms löngu fyrir tíma erfðabreytinga.Áhrif á náttúru – ofurillgresi og -pöddur Þeim hugmyndum er jafnan haldið fram að EB-ræktun hafi neikvæð áhrif á náttúruna. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að áhrif af ræktun EB-plantna eru jákvæð samanborið við hefðbundna ræktun. Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða. Með ræktun EB-plantna hefur markvisst verið dregið úr jarðvinnslu sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á umhverfið: minni jarðvegseyðingu og vatnsrof (þar af leiðandi meiri möguleika á kolefnisbindingu) og minni véla- og eldsneytisnotkun. Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna. Til að skilja mikla og oft á tíðum vel skipulagða andstöðu gegn erfðatækni í landbúnaði er mikilvægt að hafa í huga að þar hafa margir hagsmuna að gæta aðrir en líftækni- og fræfyrirtæki, t.d. lífrænir framleiðendur, seljendur og vottunaraðilar sem hagnast á hræðslu neytenda við erfðabreyttar afurðir í matvörum, fyrirtæki á sviði DNA-greininga sem hafa tekjur af því að greina erfðabreytt efni í matvælum og „náttúruverndarsamtök“. Þrátt fyrir að vísindamenn, sem verja nýtingu þessarar tækni á opinberum vettvangi þurfi oft að þola svikabrigsl og aðdróttanir um leynda hagsmuni, er ekki alltaf allt sem sýnist í baráttunni gegn erfðatækni í landbúnaði. Dr. Áslaug Helgadóttir prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Íslands Dr. Erna Magnúsdóttir sérfræðingur Háskóla Íslands Dr. Jón Hallsteinn Hallsson dósent Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Karl Magnússon MD, prófessor Háskóla Íslands Dr. Oddur Vilhelmsson prófessor Háskólanum á Akureyri
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar