Lífið

Áður óséðar myndir af Amy Winehouse

Fjölmargar áður óséðar fjölskyldumyndir af söngkonunni Amy Winehouse heitinni verða til sýnis í Gyðingasafninu í London í sumar.

Myndirnar eru hluti af sýningu til heiðurs Amy til að minnast þess að í júlí verða tvö ár síðan hún fór yfir móðuna miklu en hún var aðeins 27 ára þegar hún lést úr áfengiseitrun á heimili sínu í Camden.

Ballerína.
Á sýningunni verða einnig persónulegir munir söngkonunnar en það var bróðir hennar Alex og eiginkona hans Riva sem settu sýninguna saman.

Dúllubossi.
Ung og óreynd.
Amy var 27 ára þegar hún lést eins og svo margar goðsagnir í tónlistarbransanum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.