Nissan græðir 750 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 10:30 Nissan Altima Japanski bílaframleiðandinn Nissan gerir upp árið milli 31. mars hvers árs. Fyrirtækið sýndi í bækur sínar í síðustu viku og þar sást að hagnaður ársins nam 6,31 milljarði dollara, eða 750 milljörðum króna. Veltan var 116 milljarðar dollarar og seldir bílar voru 4.914 milljón talsins. Minnkandi sala á mörgum markaðssvæðum Nissan var unnin upp á öðrum vaxandi mörkuðum, þá helst í Bandaríkjunum, Brasilíu og í Miðausturlöndum. Fjórði ársfjórðungur Nissan var fyrirtækinu drjúgur í sölu og það hjálpaði mjög uppá að nýjar bílgerðir voru 10 talsins. Nissan segist ætla að framleiða 5,3 milljónir bíla á þessu ári og vaxa því um 7,8%. Veltan á að verða 118 milljarðar dollar. Svo lítil hækkun veltu bendir til þess að Nissan muni framleiða meira af smáum og ódýrum bílum en það gerði á síðasta uppgjörsári. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Nissan gerir upp árið milli 31. mars hvers árs. Fyrirtækið sýndi í bækur sínar í síðustu viku og þar sást að hagnaður ársins nam 6,31 milljarði dollara, eða 750 milljörðum króna. Veltan var 116 milljarðar dollarar og seldir bílar voru 4.914 milljón talsins. Minnkandi sala á mörgum markaðssvæðum Nissan var unnin upp á öðrum vaxandi mörkuðum, þá helst í Bandaríkjunum, Brasilíu og í Miðausturlöndum. Fjórði ársfjórðungur Nissan var fyrirtækinu drjúgur í sölu og það hjálpaði mjög uppá að nýjar bílgerðir voru 10 talsins. Nissan segist ætla að framleiða 5,3 milljónir bíla á þessu ári og vaxa því um 7,8%. Veltan á að verða 118 milljarðar dollar. Svo lítil hækkun veltu bendir til þess að Nissan muni framleiða meira af smáum og ódýrum bílum en það gerði á síðasta uppgjörsári.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent