Viðskipti erlent

Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði

Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni.

Búist er við að margar milljónir dollara eða hundruð milljóna króna fáist fyrir gripina. Um er að ræða yfir 20 skartgripi og eru margir þeirra smíðaðir af ítalska skartgripasmiðnum Bulgari. Gina ætlar að nota féið sem fæst fyrir þessa gripi til að styðja við rannsóknir á stofnfrumum.

Gina var stór stjarna í kvikmyndum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hún hefur á síðustu árum starfað sem myndhöggvari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×