„Já, hiklaust“ – Carl Bildt Össur Skarphéðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun