Viðskipti innlent

Metsala á kindakjöti

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Ekki hefur áður selst jafnmikið kindakjöt í einum mánuði og í október síðastliðnum á þessari öld. Alls seldust 1.210 tonn sem samsvarar aukningu um 8,7% frá október 2012 þegar 1.113 tonn seldust.

Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag og er byggt á tölum frá Landssamtökum slátursleyfishafa.

Í blaðinu er tekið fram að sé miðað við tólf mánaða tímabil frá byrjun nóvember 2012 til loka október, sé aukning kindakjötssölu 5,1% miðað við tólf mánuði þar áður. Þó jókst kjötsala í heild einungis um 2,9% á tímabilinu.

Jafnframt er farið yfir tólf mánaða markaðshlutdeild á kjöti í ýmsum greinum landbúnaðarins. Þar er alifuglakjöt með 31,4%, kindakjöt með 27,1%, svínakjöt með 22,4%, nautakjöt með 16,5% og hrossakjöt með 2,6% markaðshlutdeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×