Viðskipti innlent

Ferðaþjónusta verður stærri en sjávarútvegur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Það mun þá vera í fyrsta skiptið sem það gerist að ferðaþjónustan sé leiðandi í gjaldeyrisöflun.
Það mun þá vera í fyrsta skiptið sem það gerist að ferðaþjónustan sé leiðandi í gjaldeyrisöflun. Mynd/Þorgils Jónsson
Allt bendir til þess að ferðaþjónustan verði sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á þessu ári. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Landsbankans sem nær allt til ársins 2016.

Hagfræðideild Landsbankans telur að ef gert sé ráð fyrir að ferðaþjónusta vaxi jafn mikið út árið og hún hefur gert til þessa og ef meðalútflutningur áls og sjávarútvegs síðustu þrjá mánuði ársins verði verði með sama hætti og fyrstu níu mánuði ársins, muni útflutningstekjur ferðaþjónustu verða meiri en bæði sjávarútvegs og áls.

Það mun þá vera í fyrsta skiptið sem það gerist að ferðaþjónustan sé leiðandi í gjaldeyrisöflun. Innbyrðis hlutföll gjaldeyrisöflunar verða þá 37% ferðaþjónusta, 35% sjávarútvegur og 28% álútflutningur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×