Lífið

Ritstjóri Vikunnar rekinn

Ellý Ármanns skrifar
Elín Arnar hefur ritstýrt Vikunni í 8 ár. Heiðar Austmann prýddi síðustu forsíðu.
Elín Arnar hefur ritstýrt Vikunni í 8 ár. Heiðar Austmann prýddi síðustu forsíðu.
Elínu Arnar ritstjóra Vikunnar hefur verið sagt upp störfum hjá útgáfufélaginu Birtingi. Elín, sem hefur ritstýrt Vikunni undanfarin átta ár var beðin um að yfirgefa vinnustaðinn þegar hún mætti til starfa í morgun.

"Ég er bara mjög sátt við mín störf til þessa og ég veit að fyrrum vinnuveitendur mínir eru það líka. Ég hef hins vegar alveg þörf fyrir að breyta til. Undanfarið hef ég ekki verið sammála ákvörðununum sem hafa verið teknar innan fyrirtækisins og fer sátt frá borði. Ég er líka sannfærð um að það verði Vikunni til góðs að fá ferska manneskju í ritstjórastólinn. Ég hef unnið ákveðið verk og það ætti að vera auðvelt fyrir þann sem tekur við að taka blaðið á næsta stig.  Ég er sátt við að fara héðan á meðan Vikan er mest selda tímarit landsins en það er ekkert annað tímarit sem selur jafn mörg eintök yfir árið og Vikan. Ég vonast til að sjá blaðið dafna enn frekar og kveð allt það góða fólk sem ég vinn með með söknuði," segir Elín.

Brottrekstur Elínar er einn af mörgum undanfarin misseri hjá útgáfufélaginu. Skipt hefur verið um ritstjóra á flestum tímaritunum. Þá hefur Séð og heyrt á síðustu þremur árum farið í gegnum fimm ritstjóraskipti.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.