Vilja fá 913 milljónir auk vaxta vegna brota Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. nóvember 2013 07:00 Vodafone krefur Símann um bætur vegna samkeppnisbrota Símans 2001 til 2007. Fátítt er að fórnarlömb samkeppnisbrota krefjist bóta. Þó eru dæmi um slíkt vegna samráðs olíufélaga. Fréttablaðið/Samsett mynd ViðskiptiVodafone (Fjarskipti hf.) hefur stefnt Símanum til greiðslu skaðabóta vegna samkeppnislagabrota á árunum 2001 til 2007. Símanum hefur verið birt stefnan og málið, samkvæmt heimildum blaðsins, tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á allra næstu dögum. Vodafone segir brot Símans hafa falist í ofrukkun á svonefndum lúkningargjöldum. „Ofgreiðslur Vodafone vegna þessa námu 913 milljónum króna á tímabilinu og krefst félagið þess að fá þá upphæð endurgreidda auk vaxta,“ segir í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Skaðabótavextir, samkvæmt ákvörðun Seðlabankans eru 4,5 prósent, Endanleg bótaupphæð gæti því orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar króna. Vodafone segir að með fyrri úrskurðum samkeppnisyfirvalda og sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins um lok mála frá því í mars á þessu ári felist viðurkenning Símans á að hafa beitt Vodafone ólögmætum verðþrýstingi.Gunnhildur Arna GunnarsdóttirGunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, bendir á að hluti af sátt Símans við Samkeppniseftirlitið hafi verið að Síminn félli frá þeim dómsmálum sem félagið hafði höfðað. „Í því felst engin viðurkenning á brotum líkt og ranglega er haldið fram af Vodafone,“ segir hún. Þá segir hún kröfu Vodafone ekki byggja á réttum grundvelli. „Að mati samkeppnisyfirvalda fólst verðþrýstingur í því að of lítill munur væri á smásöluverði og heildsöluverði en ekki því að heildsöluverðið væri of hátt. Mikilvægt er í þessu sambandi að lúkningarverðið á tímabilinu var samþykkt og ákveðið af Póst- og fjarskiptastofnun.“ Eins sé hluti af kröfu Vodafone fyrndur þar sem 10 ára fyrningarregla gildi og því geti Vodafone ekki gert kröfu vegna atburða sem áttu sér stað fyrir októberlok 2003. Við þetta lækki krafan um nálægt 200 milljónum króna. „Þá er rétt að halda því til haga að Síminn greiddi Vodafone umtalsvert hærri upphæðir en Vodafone greiddi Símanum á því tímabili sem um ræðir. Sá mismunur nemur yfir tveimur milljörðum króna. Þannig að við skiljum ekki hvað Vodafone er að fara,“ bætir Gunnhildur Arna við. „Fari hins vegar svo ólíklega að dómstólar taki undir sjónarmið Vodafone mun Síminn að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu á hendur Vodafone vegna einokunarstöðu Vodafone í eigin kerfi. Sú krafa myndi að lágmarki nema yfir einum milljarði króna auk vaxta.“Hvað eru lúkningargjöld?Lúkningargjöld eru gjöld sem fjarskipatfyrirtæki innheimta fyrir símtöl sem send eru inn í fjarskiptakerfi þeirra, og er lokið þar, en eiga uppruna sinn í kerfum annarra fjarskiptafyrirtækja.Ef til dæmis viðskiptavinur Vodafone hringdi í viðskiptavin Símans þá innheimtir þá Síminn lúkningargjöld af Vodafone fyrir að ljúka símtalinu í fjarskiptakerfi sínu. Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
ViðskiptiVodafone (Fjarskipti hf.) hefur stefnt Símanum til greiðslu skaðabóta vegna samkeppnislagabrota á árunum 2001 til 2007. Símanum hefur verið birt stefnan og málið, samkvæmt heimildum blaðsins, tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á allra næstu dögum. Vodafone segir brot Símans hafa falist í ofrukkun á svonefndum lúkningargjöldum. „Ofgreiðslur Vodafone vegna þessa námu 913 milljónum króna á tímabilinu og krefst félagið þess að fá þá upphæð endurgreidda auk vaxta,“ segir í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Skaðabótavextir, samkvæmt ákvörðun Seðlabankans eru 4,5 prósent, Endanleg bótaupphæð gæti því orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar króna. Vodafone segir að með fyrri úrskurðum samkeppnisyfirvalda og sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins um lok mála frá því í mars á þessu ári felist viðurkenning Símans á að hafa beitt Vodafone ólögmætum verðþrýstingi.Gunnhildur Arna GunnarsdóttirGunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, bendir á að hluti af sátt Símans við Samkeppniseftirlitið hafi verið að Síminn félli frá þeim dómsmálum sem félagið hafði höfðað. „Í því felst engin viðurkenning á brotum líkt og ranglega er haldið fram af Vodafone,“ segir hún. Þá segir hún kröfu Vodafone ekki byggja á réttum grundvelli. „Að mati samkeppnisyfirvalda fólst verðþrýstingur í því að of lítill munur væri á smásöluverði og heildsöluverði en ekki því að heildsöluverðið væri of hátt. Mikilvægt er í þessu sambandi að lúkningarverðið á tímabilinu var samþykkt og ákveðið af Póst- og fjarskiptastofnun.“ Eins sé hluti af kröfu Vodafone fyrndur þar sem 10 ára fyrningarregla gildi og því geti Vodafone ekki gert kröfu vegna atburða sem áttu sér stað fyrir októberlok 2003. Við þetta lækki krafan um nálægt 200 milljónum króna. „Þá er rétt að halda því til haga að Síminn greiddi Vodafone umtalsvert hærri upphæðir en Vodafone greiddi Símanum á því tímabili sem um ræðir. Sá mismunur nemur yfir tveimur milljörðum króna. Þannig að við skiljum ekki hvað Vodafone er að fara,“ bætir Gunnhildur Arna við. „Fari hins vegar svo ólíklega að dómstólar taki undir sjónarmið Vodafone mun Síminn að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu á hendur Vodafone vegna einokunarstöðu Vodafone í eigin kerfi. Sú krafa myndi að lágmarki nema yfir einum milljarði króna auk vaxta.“Hvað eru lúkningargjöld?Lúkningargjöld eru gjöld sem fjarskipatfyrirtæki innheimta fyrir símtöl sem send eru inn í fjarskiptakerfi þeirra, og er lokið þar, en eiga uppruna sinn í kerfum annarra fjarskiptafyrirtækja.Ef til dæmis viðskiptavinur Vodafone hringdi í viðskiptavin Símans þá innheimtir þá Síminn lúkningargjöld af Vodafone fyrir að ljúka símtalinu í fjarskiptakerfi sínu.
Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira