Innlent

Tveir menn handteknir við Laugarvatn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Umfangsmikil leit var gerð  á landi og úr lofti  í Árnessýslu í dag.
Umfangsmikil leit var gerð á landi og úr lofti í Árnessýslu í dag. MYND/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í dag, en Vísir greindi fyrr í kvöld frá umfangsmikilli leit lögreglu á svæðinu.

Fram kemur í frétttilkynningu sem lögreglan sendi frá sér rétt í þessu að nokkur mál sem lúta að líkamsárásum séu í rannsókn. Einstaklingar og lögregla hafi leitað í nokkrn tíma að mönnum sem voru taldir halda til í nágrenni Vaðness í Grímsnesi.

Talsvert lið lögreglu leitaði þeirra á jörðu niðri en einnig úr þyrlu með aðstoð Landhelgisgæslu. Mennirnir tveir voru svo handteknir við Laugarvatn og gista nú fangageymslur. Þeir bíða yfirheyrslu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×