Ford Focus söluhæsti bíll heims Finnur Thoracius skrifar 10. apríl 2013 08:45 Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent
Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent