Nafnlausum dalunnanda svarað Björn Guðmundsson skrifar 11. maí 2013 07:00 Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrirsögninni „Skógræktaröfgar í Elliðaárdal“. Nokkru fyrr tjáði ég mig um niðurstöður rannsókna á torlæsi allstórs hóps ungmenna á Íslandi. Hef ekki séð niðurstöður rannsókna á torlæsi fullorðinna. Mér verður hugsað til þess síðarnefnda vegna athugasemda sem ég hef fengið vegna greinarinnar um skógræktina. Mér barst nafnlaust bréf í pósti. Bréfritari segir: „Ég býst við að þú eigir einhvern vin í þessum húsum þar sem þú ert að verja þessar hamfarir.“ Ég get upplýst bréfritara um að ég þekki ekki nokkurn mann sem býr við Rituhóla. Ég segi heldur ekki eitt einasta orð til að verja gerðir íbúa við Rituhóla. Ég segi bara hvað þeir gerðu og hvers vegna. Greinin var að mestu skrifuð á haustmánuðum. Kveikjan var veiðidagur sem ég átti í Elliðaánum síðasta sumar þar sem ég komst að því að trjám hafði verið plantað á göngustíg sem veiðimenn ganga meðfram ánni. Málsgreininni um Rituhólamálið var bætt við daginn sem greinin var send inn. Bréfritari segir líka: „Ég hvet þig til að ganga um svæðið og sjá hamfarirnar. Þarna verður aldrei mólendi þótt skógurinn verði felldur…“ Ég hef alls ekki lagt til að skógurinn verði felldur. Ég læt aðeins í ljós þá ósk mína að svæðið milli athafnasvæðis Fáks og árinnar fái áfram að vera trjálaust að mestu.Ekki góðir siðir Bréfritari spyr hvort ég gangi þarna daglega og hvort ég þekki náttúruna. Ég hef búið í nágrenni Elliðaárdalsins frá fæðingu, lék mér þar sem barn og hef notið útivistar þar sem fullorðinn. Í 30 ár hef ég ýmist gengið eða hjólað um dalinn til vinnu minnar. Í fullri auðmýkt viðurkenni ég að þekking mín á náttúrunni er takmörkuð og ég vinn að því að bæta hana. Ég hef þó lokið háskólaprófi í efnafræði og setið háskólanámskeið m.a. í umhverfis- og auðlindafræði, líffræði, fuglafræði og jarðfræði. Í 34 ár hef ég kennt náttúrufræðigreinar í framhaldsskóla. Útivist, náttúruskoðun og náttúruvernd hafa verið aðaláhugamál mín í meira en 40 ár. Með þessu hef ég stundað landslagsljósmyndun, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun. Ég hef ritað blaðagreinar um náttúruvernd. Nýlega skrifaði ég forsætisráðherra opið bréf í viðleitni minni til að koma í veg fyrir skemmdarverk á Þríhnúkagíg. Einnig sendi ég nýlega inn tillögu á „Betri hverfi“ þess efnis að uppræta lúpínu í hverfisfriðlandi Bugðu í Norðlingaholti. (Bréfritari spurði: „Veist þú að lúpínan er að yfirtaka dalinn?“). Bréfritarinn sem kallar sig dalunnanda segir: „Þar sem ég veit ekki hvort ég er að senda réttum ritara bréfið þá sleppi ég nafninu mínu. Þó að ég skammist mín ekki fyrir að senda þetta bréf.“ Ég verð að hryggja dalunnanda með því að á meðal siðaðs fólks teljast það ekki góðir siðir að senda fólki nafnlaus bréf. Vonandi sér hinn nafnlausi dalunnandi að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrirsögninni „Skógræktaröfgar í Elliðaárdal“. Nokkru fyrr tjáði ég mig um niðurstöður rannsókna á torlæsi allstórs hóps ungmenna á Íslandi. Hef ekki séð niðurstöður rannsókna á torlæsi fullorðinna. Mér verður hugsað til þess síðarnefnda vegna athugasemda sem ég hef fengið vegna greinarinnar um skógræktina. Mér barst nafnlaust bréf í pósti. Bréfritari segir: „Ég býst við að þú eigir einhvern vin í þessum húsum þar sem þú ert að verja þessar hamfarir.“ Ég get upplýst bréfritara um að ég þekki ekki nokkurn mann sem býr við Rituhóla. Ég segi heldur ekki eitt einasta orð til að verja gerðir íbúa við Rituhóla. Ég segi bara hvað þeir gerðu og hvers vegna. Greinin var að mestu skrifuð á haustmánuðum. Kveikjan var veiðidagur sem ég átti í Elliðaánum síðasta sumar þar sem ég komst að því að trjám hafði verið plantað á göngustíg sem veiðimenn ganga meðfram ánni. Málsgreininni um Rituhólamálið var bætt við daginn sem greinin var send inn. Bréfritari segir líka: „Ég hvet þig til að ganga um svæðið og sjá hamfarirnar. Þarna verður aldrei mólendi þótt skógurinn verði felldur…“ Ég hef alls ekki lagt til að skógurinn verði felldur. Ég læt aðeins í ljós þá ósk mína að svæðið milli athafnasvæðis Fáks og árinnar fái áfram að vera trjálaust að mestu.Ekki góðir siðir Bréfritari spyr hvort ég gangi þarna daglega og hvort ég þekki náttúruna. Ég hef búið í nágrenni Elliðaárdalsins frá fæðingu, lék mér þar sem barn og hef notið útivistar þar sem fullorðinn. Í 30 ár hef ég ýmist gengið eða hjólað um dalinn til vinnu minnar. Í fullri auðmýkt viðurkenni ég að þekking mín á náttúrunni er takmörkuð og ég vinn að því að bæta hana. Ég hef þó lokið háskólaprófi í efnafræði og setið háskólanámskeið m.a. í umhverfis- og auðlindafræði, líffræði, fuglafræði og jarðfræði. Í 34 ár hef ég kennt náttúrufræðigreinar í framhaldsskóla. Útivist, náttúruskoðun og náttúruvernd hafa verið aðaláhugamál mín í meira en 40 ár. Með þessu hef ég stundað landslagsljósmyndun, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun. Ég hef ritað blaðagreinar um náttúruvernd. Nýlega skrifaði ég forsætisráðherra opið bréf í viðleitni minni til að koma í veg fyrir skemmdarverk á Þríhnúkagíg. Einnig sendi ég nýlega inn tillögu á „Betri hverfi“ þess efnis að uppræta lúpínu í hverfisfriðlandi Bugðu í Norðlingaholti. (Bréfritari spurði: „Veist þú að lúpínan er að yfirtaka dalinn?“). Bréfritarinn sem kallar sig dalunnanda segir: „Þar sem ég veit ekki hvort ég er að senda réttum ritara bréfið þá sleppi ég nafninu mínu. Þó að ég skammist mín ekki fyrir að senda þetta bréf.“ Ég verð að hryggja dalunnanda með því að á meðal siðaðs fólks teljast það ekki góðir siðir að senda fólki nafnlaus bréf. Vonandi sér hinn nafnlausi dalunnandi að sér.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar