Kaþólskir gegn kirkju páfans Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. mars 2013 00:01 Kirkjusókn minnkar Kaþólskir á bæn í Frakklandi, þar sem kirkjusókn hefur, rétt eins og víðar í kaþólskum löndum, dregist saman á síðustu árum. nordicphotos/AFP Víða um heim hefur kaþólska kirkjan átt í vök að verjast, rétt eins og flest önnur trúarbrögð, Óþrjótandi kynferðisbrotamál og einstrengingsleg afstaða gagnvart getnaðarvörnum og samkynhneigð gerir illt verra. Erfitt verður fyrir nýjan páfa að snúa við þeirri þróun, þótt hann sé fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og þyki bæði ljúfur og lítillátur. Þegar pólski kardínálinn Karol Jozef Wojtila varð páfi árið 1978 margefldust Pólverjar í trúnni. Þetta var fyrsti pólski páfinn, og sá fyrsti í meira en 450 ár sem ekki var ítalskur. Pólverjar eru enn stoltir af Jóhannesi Páli II., enda átti seta hans á páfastól sinn þátt í því að efla með Pólverjum styrk í frelsisbaráttunni undan stjórn kommúnista fyrir tæpum aldarfjórðungi. Svipaðrar þróunar varð vart þegar Þjóðverjinn Joseph Alois Ratzinger var kosinn páfi árið 2005 og tók sér nafnið Benedikt sextándi. Kaþólskir Þjóðverjar fylltust eldmóði, en sá eldmóður entist ekki jafn lengi og hjá Pólverjum því strax árið eftir voru kaþólskir Þjóðverjar dottnir í sama farið og farnir að dofna í trúnni á ný. Búast má við að Argentínumenn og Suður-Ameríkumenn fyllist sambærilegum eldmóði nú, þegar þeirra fulltrúi er orðinn páfi. Argentínumaðurinn Jorge Mario Bergoglio er fyrsti fulltrúi Rómönsku Ameríku á páfastóli og raunar fyrsti fulltrúi þriðja heimsins svonefnda.Umdeildur heima fyrir Hafi kardínálarnir í Róm, sem völdu hinn argentínska Bergoglio til að verða páfi, gert sér vonir um að með því að leita út fyrir Evrópu gæti það átt þátt í að afla kirkjunni fylgis á ný, að minnsta kosti í Suður-Ameríku ef ekki víðar um heim, þá kemur á móti sú staðreynd að Bergoglio hefur verið nokkuð umdeildur í Argentínu. Forseti Argentínu, Cristina Fernandez de Kirchner, hefur átt í harkalegum deilum við hann, meðal annars út af áformum hennar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Bergoglio kardínáli andmælti þeim áformum harðlega, en hún tók fast á móti og sagði hann vera forngrip sem vekti upp óþægileg hugrenningatengsl við miðaldir og rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar. Þá hvílir enn skuggi yfir fortíð Bergoglios frá tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu á áttunda áratugnum. Hann þótti leiðitamur og hefur verið sakaður um að hafa komið til hjálpar þegar hrottar herforingjastjórnarinnar réðust gegn prestum kirkjunnar, rændu þeim og pyntuðu.Afturhald Æðsta stjórn kaþólsku kirkjunnar, með páfann sjálfan í fararbroddi, hefur jafnan haft mikil áhrif á allan hinn kaþólska heim, og raunar langt út fyrir raðir hans. Orð páfa hafa jafngilt lögum og stjórnvöld í kaþólskum ríkjum hafa forðast að setja lög sem stangast illilega á við kenningar kirkjunnar. Pólitískt hlutverk páfa virðist hins vegar í seinni tíð hafa skroppið saman og einskorðast nú að mestu við óbilgjarna andstöðu gegn getnaðarvörnum og samkynhneigð. Páfinn stendur vörð um trúarlega helgi kynlífs og neitar að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel þótt hinn nýkjörni Frans hafi einhvern tímann viðrað þá skoðun að smokkanotkun geti verið réttlætanleg – enda tók hann fram að smokkanotkun gæti einungis verið kirkjunni þóknanleg ef hún þjónaði þeim tilgangi að koma í veg fyrir smitsjúkdóma. Hvað varðar hlutverk smokka sem getnaðarvarnar þá hefur hann aldrei hvikað frá stefnu kirkjunnar svo vitað sé.Einstrengingsháttur Þessi einstrengingslega afstaða yfirstjórnar kirkjunnar í kynferðismálum hefur hins vegar gert það að verkum að kirkjan einangrast og fjarlægistalmenning, jafnvel í mörgum kaþólskustu löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Mörg helstu vígi kaþólsku kirkjunnar í Evrópu, svo sem Írland, Frakkland, Pólland og jafnvel Ítalía, eru farin að láta á sjá. Kirkjusókn minnkar, úrsögnum úr kirkjunni fjölgar og mikilvægi kirkjunnar fyrir þá, sem skráðir eru í hana, minnkar jafnt og þétt í skoðanakönnunum. „Innviðir kirkjunnar eru orðnir mun veikari, hvort sem litið er á tölfræðina eða vitsmunahliðina," hefur bandaríska fréttastofan AP eftir belgíska þingmanninum Rik Torfs, sem jafnframt er prófessor í kirkjulögum við háskólann í Leuven.Hneyksli Linnulítill fréttaflutningur árum saman af kynferðisbrotum kaþólskra presta víða um heim hefur, ásamt tilraunum yfirmanna þeirra til að þagga þau niður, orðið til þess að grafa enn hraðar undan kaþólsku kirkjunni. Hún fjarlægist almenning og einangrast. Á Írlandi er ástandið þannig að innan við þriðjungur landsmanna lítur jákvæðum augum á kaþólsku kirkjuna, og samkvæmt könnun írska skoðanakönnunarfyrirtækisins Amarach vega kynferðisbrotamálin þar þyngst ásamt tilraunum yfirstjórnar kirkjunnar til að þagga þau niður. Kaþólikkar í Bandaríkjunum segja sömuleiðis að kynferðisbrot gegn börnum og önnur kynferðishneyksli séu stærstu vandamál kaþólsku kirkjunnar nú um stundir.Andóf Jafnt almenningur sem pólitískir ráðamenn í kaþólskum ríkjum ganga í síauknum mæli gegn boðskap kirkjunnar. Víðast hvar sér almenningur í annars rammkaþólskum löndum ekkert athugavert við að nota getnaðarvarnir, og hjónabönd samkynhneigðra hafa verið lögleidd bæði á Spáni og í Portúgal, þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar. Sama hefur gerst í Argentínu og fleiri kaþólskum löndum Suður-Ameríku. Í Mexíkóborg tóku yfirvöld sig til árið 2009 og lögleiddu á einu bretti fóstureyðingar, líknardráp, hjónabönd samkynhneigðra og rétt samkynhneigðra hjóna til að ættleiða börn. Allt þetta gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu páfakirkjunnar. Og vart er sjáanlegt annað en að þessi þróun haldi áfram þannig að hinn kaþólski heimur fjarlægist æ hraðar kirkju sína. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Víða um heim hefur kaþólska kirkjan átt í vök að verjast, rétt eins og flest önnur trúarbrögð, Óþrjótandi kynferðisbrotamál og einstrengingsleg afstaða gagnvart getnaðarvörnum og samkynhneigð gerir illt verra. Erfitt verður fyrir nýjan páfa að snúa við þeirri þróun, þótt hann sé fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku og þyki bæði ljúfur og lítillátur. Þegar pólski kardínálinn Karol Jozef Wojtila varð páfi árið 1978 margefldust Pólverjar í trúnni. Þetta var fyrsti pólski páfinn, og sá fyrsti í meira en 450 ár sem ekki var ítalskur. Pólverjar eru enn stoltir af Jóhannesi Páli II., enda átti seta hans á páfastól sinn þátt í því að efla með Pólverjum styrk í frelsisbaráttunni undan stjórn kommúnista fyrir tæpum aldarfjórðungi. Svipaðrar þróunar varð vart þegar Þjóðverjinn Joseph Alois Ratzinger var kosinn páfi árið 2005 og tók sér nafnið Benedikt sextándi. Kaþólskir Þjóðverjar fylltust eldmóði, en sá eldmóður entist ekki jafn lengi og hjá Pólverjum því strax árið eftir voru kaþólskir Þjóðverjar dottnir í sama farið og farnir að dofna í trúnni á ný. Búast má við að Argentínumenn og Suður-Ameríkumenn fyllist sambærilegum eldmóði nú, þegar þeirra fulltrúi er orðinn páfi. Argentínumaðurinn Jorge Mario Bergoglio er fyrsti fulltrúi Rómönsku Ameríku á páfastóli og raunar fyrsti fulltrúi þriðja heimsins svonefnda.Umdeildur heima fyrir Hafi kardínálarnir í Róm, sem völdu hinn argentínska Bergoglio til að verða páfi, gert sér vonir um að með því að leita út fyrir Evrópu gæti það átt þátt í að afla kirkjunni fylgis á ný, að minnsta kosti í Suður-Ameríku ef ekki víðar um heim, þá kemur á móti sú staðreynd að Bergoglio hefur verið nokkuð umdeildur í Argentínu. Forseti Argentínu, Cristina Fernandez de Kirchner, hefur átt í harkalegum deilum við hann, meðal annars út af áformum hennar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Bergoglio kardínáli andmælti þeim áformum harðlega, en hún tók fast á móti og sagði hann vera forngrip sem vekti upp óþægileg hugrenningatengsl við miðaldir og rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar. Þá hvílir enn skuggi yfir fortíð Bergoglios frá tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu á áttunda áratugnum. Hann þótti leiðitamur og hefur verið sakaður um að hafa komið til hjálpar þegar hrottar herforingjastjórnarinnar réðust gegn prestum kirkjunnar, rændu þeim og pyntuðu.Afturhald Æðsta stjórn kaþólsku kirkjunnar, með páfann sjálfan í fararbroddi, hefur jafnan haft mikil áhrif á allan hinn kaþólska heim, og raunar langt út fyrir raðir hans. Orð páfa hafa jafngilt lögum og stjórnvöld í kaþólskum ríkjum hafa forðast að setja lög sem stangast illilega á við kenningar kirkjunnar. Pólitískt hlutverk páfa virðist hins vegar í seinni tíð hafa skroppið saman og einskorðast nú að mestu við óbilgjarna andstöðu gegn getnaðarvörnum og samkynhneigð. Páfinn stendur vörð um trúarlega helgi kynlífs og neitar að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel þótt hinn nýkjörni Frans hafi einhvern tímann viðrað þá skoðun að smokkanotkun geti verið réttlætanleg – enda tók hann fram að smokkanotkun gæti einungis verið kirkjunni þóknanleg ef hún þjónaði þeim tilgangi að koma í veg fyrir smitsjúkdóma. Hvað varðar hlutverk smokka sem getnaðarvarnar þá hefur hann aldrei hvikað frá stefnu kirkjunnar svo vitað sé.Einstrengingsháttur Þessi einstrengingslega afstaða yfirstjórnar kirkjunnar í kynferðismálum hefur hins vegar gert það að verkum að kirkjan einangrast og fjarlægistalmenning, jafnvel í mörgum kaþólskustu löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Mörg helstu vígi kaþólsku kirkjunnar í Evrópu, svo sem Írland, Frakkland, Pólland og jafnvel Ítalía, eru farin að láta á sjá. Kirkjusókn minnkar, úrsögnum úr kirkjunni fjölgar og mikilvægi kirkjunnar fyrir þá, sem skráðir eru í hana, minnkar jafnt og þétt í skoðanakönnunum. „Innviðir kirkjunnar eru orðnir mun veikari, hvort sem litið er á tölfræðina eða vitsmunahliðina," hefur bandaríska fréttastofan AP eftir belgíska þingmanninum Rik Torfs, sem jafnframt er prófessor í kirkjulögum við háskólann í Leuven.Hneyksli Linnulítill fréttaflutningur árum saman af kynferðisbrotum kaþólskra presta víða um heim hefur, ásamt tilraunum yfirmanna þeirra til að þagga þau niður, orðið til þess að grafa enn hraðar undan kaþólsku kirkjunni. Hún fjarlægist almenning og einangrast. Á Írlandi er ástandið þannig að innan við þriðjungur landsmanna lítur jákvæðum augum á kaþólsku kirkjuna, og samkvæmt könnun írska skoðanakönnunarfyrirtækisins Amarach vega kynferðisbrotamálin þar þyngst ásamt tilraunum yfirstjórnar kirkjunnar til að þagga þau niður. Kaþólikkar í Bandaríkjunum segja sömuleiðis að kynferðisbrot gegn börnum og önnur kynferðishneyksli séu stærstu vandamál kaþólsku kirkjunnar nú um stundir.Andóf Jafnt almenningur sem pólitískir ráðamenn í kaþólskum ríkjum ganga í síauknum mæli gegn boðskap kirkjunnar. Víðast hvar sér almenningur í annars rammkaþólskum löndum ekkert athugavert við að nota getnaðarvarnir, og hjónabönd samkynhneigðra hafa verið lögleidd bæði á Spáni og í Portúgal, þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar. Sama hefur gerst í Argentínu og fleiri kaþólskum löndum Suður-Ameríku. Í Mexíkóborg tóku yfirvöld sig til árið 2009 og lögleiddu á einu bretti fóstureyðingar, líknardráp, hjónabönd samkynhneigðra og rétt samkynhneigðra hjóna til að ættleiða börn. Allt þetta gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu páfakirkjunnar. Og vart er sjáanlegt annað en að þessi þróun haldi áfram þannig að hinn kaþólski heimur fjarlægist æ hraðar kirkju sína.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira