Lífið

Jordan kvæntur á ný

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan gekk að eiga unnustu sína, fyrirsætuna Yvette Prieto, í Palm Beach á Flórída um helgina.

Parið kynntist árið 2008 og trúlofaði sig þremur árum seinna en þau búa í Kendall á Flórída.

Nýgift.
Þetta er í annað sinn sem Jordan gengur í það heilaga en hann var kvæntur Juanita Vanoy í sautján ár. Þau skildu árið 2006 og fékk Juanita væna summu við skilnaðinn. Þau eiga þrjú börn saman, synina Jeffrey Michael, 24ra ára og Marcus James, 22ja ára og dótturina Jasmine, nítján ára.

Jordan og Juanita.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.