Fagmennska og vönduð vinnubrögð Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein í Fréttablaðinu þann 6. apríl sl. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku? Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans. Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfólkið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins. Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra. Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein í Fréttablaðinu þann 6. apríl sl. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku? Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans. Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfólkið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins. Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra. Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun