Hafa áhyggjur af stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2013 08:47 Fulltrúar fjölmargra tækni- og hugverkafyrirtækja voru samankomnir á Startup Reykjavík 2013. MYND/GVA. Sex innlend tækni- og hugverkafyrirtæki hafa flutt úr landi eða hætt starfsemi á þeim fimm árum sem liðin eru frá íslenska efnahagshruninu. Að auki hafa sjö fyrirtæki úr greininni verið seld eða flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda, þótt þau í flestum tilvikum reki áfram starfsemi hér á landi. Hluti stjórnenda fimm fyrirtækja til viðbótar býr erlendis þar sem starfsemi þeirra fer að einhverju leyti fram. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. Davíð segir gjaldeyrishöftin og fjárfestingarleið Seðlabankans, sem virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til landsins og fengið afslátt af íslenskum krónum, vera áhrifavalda í þróun síðustu ára. „Fyrirtæki sem eru að auka starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi þurfa til þess aukið fjármagn og hlutafé. Í rauninni má segja að hlutabréf þessara fyrirtækja séu á útsölu því krónan er svo lágt skrifuð og þar að auki fá menn krónurnar á enn lægra verði í gegnum fjárfestingarleiðina. Því er oft forsenda fyrir því að nýir aðilar komi að fyrirtækjunum, að höfuðstöðvar þeirra séu færðar út úr íslenskri lögsögu, vegna viðskiptaumhverfisins hér á landi. Mönnum er því stillt upp við vegg,“ segir Davíð. Hann segir þó að flest þeirra fyrirtækja sem flutt hafa höfuðstöðvar sínar til útlanda kjósi að halda þróunarstarfi áfram hér á landi. Ástæðan sé sú að þróunarumhverfið hér sé að mörgu leyti gott. „Það helgast af því að það er ákveðinn grunnur í starfsfólkinu og okkur hefur tekist að lagfæra ýmislegt í starfsskilyrðum fyrirtækjanna. Tækniþróunarsjóðurinn var efldur eftir hrun, þótt nú séu blikur á lofti með hann í ljósi niðurskurðar í fjárlögum, og það tókst að koma á endurgreiðslum rannsókna- og þróunarkostnaðar í tengslum við skattkerfið, sem hefur skipt sköpum.“ Davíð undirstrikar einnig að greinin hafi misst lykilfólk úr samtökum og stjórnum tækni- og hugverkafyrirtækja. Til marks um það segist hann auðveldlega geta nefnt tíu einstaklinga sem séu nú farnir af landi brott en hafi áður lagt verulegan skerf til þróunar greinarinnar hér á landi. „Í mörgum tilfellum hefur þetta fólk starfað hjá þessum fyrirtækjum sem um ræðir og aðstæður þeirra því breyst. Einnig er spurning hvort hér ríki ákveðið þreytuástand þar sem fólk er búið að berjast í bökkum frá hruni. Fáar greinar hafa komið betur út úr hruninu en það hefur farið mikil vinna og orka í að ná þeim árangri.“ Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Sex innlend tækni- og hugverkafyrirtæki hafa flutt úr landi eða hætt starfsemi á þeim fimm árum sem liðin eru frá íslenska efnahagshruninu. Að auki hafa sjö fyrirtæki úr greininni verið seld eða flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda, þótt þau í flestum tilvikum reki áfram starfsemi hér á landi. Hluti stjórnenda fimm fyrirtækja til viðbótar býr erlendis þar sem starfsemi þeirra fer að einhverju leyti fram. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. Davíð segir gjaldeyrishöftin og fjárfestingarleið Seðlabankans, sem virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til landsins og fengið afslátt af íslenskum krónum, vera áhrifavalda í þróun síðustu ára. „Fyrirtæki sem eru að auka starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi þurfa til þess aukið fjármagn og hlutafé. Í rauninni má segja að hlutabréf þessara fyrirtækja séu á útsölu því krónan er svo lágt skrifuð og þar að auki fá menn krónurnar á enn lægra verði í gegnum fjárfestingarleiðina. Því er oft forsenda fyrir því að nýir aðilar komi að fyrirtækjunum, að höfuðstöðvar þeirra séu færðar út úr íslenskri lögsögu, vegna viðskiptaumhverfisins hér á landi. Mönnum er því stillt upp við vegg,“ segir Davíð. Hann segir þó að flest þeirra fyrirtækja sem flutt hafa höfuðstöðvar sínar til útlanda kjósi að halda þróunarstarfi áfram hér á landi. Ástæðan sé sú að þróunarumhverfið hér sé að mörgu leyti gott. „Það helgast af því að það er ákveðinn grunnur í starfsfólkinu og okkur hefur tekist að lagfæra ýmislegt í starfsskilyrðum fyrirtækjanna. Tækniþróunarsjóðurinn var efldur eftir hrun, þótt nú séu blikur á lofti með hann í ljósi niðurskurðar í fjárlögum, og það tókst að koma á endurgreiðslum rannsókna- og þróunarkostnaðar í tengslum við skattkerfið, sem hefur skipt sköpum.“ Davíð undirstrikar einnig að greinin hafi misst lykilfólk úr samtökum og stjórnum tækni- og hugverkafyrirtækja. Til marks um það segist hann auðveldlega geta nefnt tíu einstaklinga sem séu nú farnir af landi brott en hafi áður lagt verulegan skerf til þróunar greinarinnar hér á landi. „Í mörgum tilfellum hefur þetta fólk starfað hjá þessum fyrirtækjum sem um ræðir og aðstæður þeirra því breyst. Einnig er spurning hvort hér ríki ákveðið þreytuástand þar sem fólk er búið að berjast í bökkum frá hruni. Fáar greinar hafa komið betur út úr hruninu en það hefur farið mikil vinna og orka í að ná þeim árangri.“
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent