Lífið

Töfrasýning í Salnum

Jón Víðis er á meðal þeirra er koma fram í Salnum annað kvöld.
Jón Víðis er á meðal þeirra er koma fram í Salnum annað kvöld. Fréttablaðið/GVA
Hið íslenska töframannagild, HÍT, stendur fyrir árlegu töfrakvöldi í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Kvöldin hafa verið haldin hátíðlega frá því félagið var stofnað árið 2007.

Aðalgestur sýningarinnar er breski töframaðurinn Richard McDougall, en hann hefur meðal annars sýnt Elísabetu Bretlandsdrottningu listir sínar sem og Sir Paul McCartney og Ringo Starr. McDougall er fyrrverandi heimsmeistari í Close Up Magic og hefur einnig unnið náið með töframanninum þekkta, Derren Brown.

Fimm íslenskir töframenn þátt í sýningunni, Skúli Rafn, Kristinn Gauti, Skúli Páls, Jón Víðis og Einar einstaki. Eins og undanfarin ár verða sýnd töfrabrögð í nálægð um allt húsið í hléi.

Sýningin hefst klukkan 20 og er miðaverð 2900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.