Karakter leikmanns sést fyrst fyrir alvöru þegar hann tapar leik | Myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2013 00:01 Olís-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum en liðið hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök í karladeildinni. Ólafur Stefánsson tók við Val fyrir tímabilið en fáir hafa meiri reynslu og þekkingu á íþróttinni en þessi ótrúlegi karakter. Þjálfarahlutverkið er samt sem áður óreynt og spurning hvernig Valsmenn fara af stað í kvöld þegar þeir mæta Haukum á Hlíðarenda. „Þetta er allt að byrja og við eigum erfiðan leik fyrir höndum í kvöld,“ segir Ólafur Stefánsson. Valsmenn börðust ötullega fyrir sæti sínu í efstu deild undir lok síðustu leiktíðar en liðinu er spáð góðu gengi á þessu tímabili. „Haukar eru með dúndurlið eins og svo mörg önnur í þessari deild. Ég býst í raun og veru við því að við Valsarar verðum jafnvel í smá vandræðum til að byrja með en vonandi á liðið síðan eftir að slípast saman þegar líður á mótið. Ég er bara sáttur við þessa spá og það er fínt fyrir okkur Valsara að fá þessa pressu. Strákarnir eiga að vita að þeir eiga möguleika á því að ná langt.“ Ólafur Stefánsson hefur ávallt verið nokkuð heimspekilegur í sinni nálgun á íþróttinni en eins og alþjóð á að vita hefur hann verið einn allra besti handknattleiksmaður heimsins undanfarinn áratug. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að þegar mikils er vænst af manni í íþróttum fara menn að spyrja sig hvað þarf að gera til þess að það verði að veruleika. Ef þú lætur þig ekki dreyma spyrðu þig ekki einu sinni þessara spurninga. Þessi spá mun bara ýta við leikmönnum liðsins að finna leiðina.“Uppskrift að góðu liði Valsliðið var skipað ungum og efnilegum leikmönnum á síðasta tímabili en Ólafur hefur náð að efla hópinn. Elvar Friðriksson er kominn á ný heim á Hlíðarenda úr atvinnumennsku. Varnartröllið Ægir Jónsson gekk í raðir félagsins á ný frá Fram í sumar og síðan komu norðanmennirnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar frá Akureyri. Í Valsliðinu eru núna ungir og efnilegir leikmenn í bland við reynslubolta sem þekkja vel til inni á vellinum. „Fyrst og fremst eru þetta allt saman mjög góðir strákar og flottir karakterar sem gerir þennan hóp virkilega þéttan. Svona lítur þetta út í dag en auðvitað eigum við eftir að lenda í mótbyr í vetur, eins og öll lið, og þá er spurning hvernig strákarnir bregðast við. Karakter leikmanns sést fyrst fyrir alvöru þegar hann tapar leik en ég hef ekki miklar áhyggjur af leikmönnum Vals, þeir komast í gegnum þennan mótbyr þegar að honum kemur. Þú ert í raun loksins orðinn þjálfari þegar þú tapar þínum fyrsta leik. Ég er gríðarlega sáttur við þá leikmenn sem komu til okkar í sumar og runnu þeir mjög smurt inn í liðið. Það er síðan mitt hlutverk sem þjálfari að allir leikmenn fái sinn tíma inni á vellinum og að ég vinni sem mest að hag heildarinnar, ásamt því að leikmenn séu sáttir með það sem þeir eru að gera.“ Ólafur hóf sinn feril með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Sem leikmaður lék hann með þýsku liðunum Wuppertal og Magdeburg en með því síðarnefnda vann hann allt sem hægt er að vinna. Þaðan var ferðinni heitið til Spánar en hann lék með Ciudad Real á árunum 2003 til 2009 þar sem hann lék líklega sinn besta handbolta. Á Spáni vann Ólafur einnig allt sem hægt er að vinna með félagsliði. Árið 2009 gekk þessi vinstri handar skytta til liðs við lærisveina Guðmundur Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen og fór þaðan í mikið ævintýri til Kaupmannahafnar og lék eitt tímabil með AG København. Ólafur endaði síðan í Katar á síðustu leiktíð og á að baki ótrúlegan feril sem handknattleiksmaður. Með landsliðinu lék Ólafur 330 leiki og vann meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og til bronsverðlauna á Evrópumóti. Á þessari leið sinni hefur leikmaðurinn leikið undir mörgum þjálfurum sem ættu að hafa mótað hann sem þjálfara, en prófið er fram undan og spurning hvernig til tekst.Sigurmenning í Val „Það hefur alltaf verið menningin í Val að liðið á að vinna alla þá leiki sem það spilar og ef það hefur eitthvað glatast á undanförnum árum þá er það mitt hlutverk að endurvekja þá hugsun. Þótt liðið sé með sex markverði inni á vellinum í einu er það alltaf skylda Vals að vinna hvern leik. Það sem gerir íþróttir svona auðveldar er að maður getur alltaf dæmt árangur út frá sigri eða tapi, vissulega eru hlutirnir flóknari en svo. Ég vil sem þjálfari láta öllum leikmönnum liðsins líða vel á þeim stað sem þeir eru. Það sem er fallegast við Valsliðið er að við erum allir áhugamenn og ég hef alltaf sagt að það sé skemmtilegra að vinna með mönnum sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera en mönnum sem eru bara að stimpla sig inn í og út úr vinnu.“En hver eru markmið Ólafs Stefánssonar sem þjálfara? „Ég þarf að læra að koma því sem hefur verið í hausnum á mér í mörg ár frá mér og að það þurfi ekki alltaf einhvern túlk til að þýða það allt. Ég er í ákveðnari mótun og er að þroskast sem einstaklingur. Maður þarf að læra hvernig á að standa fyrir framan menn, vera með ákveðnar hugmyndir og kunna síðan skýringar á þeim. Þannig geta þessar hugmyndir síðan flætt inn í þá hausa sem við á. Maður vill einnig gera allt til þess að leikmenn liðsins verði betri handboltaspilarar og einfaldlega betri menn. Þeir verða kannski ekki allir atvinnumenn en draumurinn er samt alltaf sá að leikmenn liðsins geti litið til baka á þennan tíma og nýtt það sem þeir lærðu í lífinu.“ Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Olís-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum en liðið hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök í karladeildinni. Ólafur Stefánsson tók við Val fyrir tímabilið en fáir hafa meiri reynslu og þekkingu á íþróttinni en þessi ótrúlegi karakter. Þjálfarahlutverkið er samt sem áður óreynt og spurning hvernig Valsmenn fara af stað í kvöld þegar þeir mæta Haukum á Hlíðarenda. „Þetta er allt að byrja og við eigum erfiðan leik fyrir höndum í kvöld,“ segir Ólafur Stefánsson. Valsmenn börðust ötullega fyrir sæti sínu í efstu deild undir lok síðustu leiktíðar en liðinu er spáð góðu gengi á þessu tímabili. „Haukar eru með dúndurlið eins og svo mörg önnur í þessari deild. Ég býst í raun og veru við því að við Valsarar verðum jafnvel í smá vandræðum til að byrja með en vonandi á liðið síðan eftir að slípast saman þegar líður á mótið. Ég er bara sáttur við þessa spá og það er fínt fyrir okkur Valsara að fá þessa pressu. Strákarnir eiga að vita að þeir eiga möguleika á því að ná langt.“ Ólafur Stefánsson hefur ávallt verið nokkuð heimspekilegur í sinni nálgun á íþróttinni en eins og alþjóð á að vita hefur hann verið einn allra besti handknattleiksmaður heimsins undanfarinn áratug. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að þegar mikils er vænst af manni í íþróttum fara menn að spyrja sig hvað þarf að gera til þess að það verði að veruleika. Ef þú lætur þig ekki dreyma spyrðu þig ekki einu sinni þessara spurninga. Þessi spá mun bara ýta við leikmönnum liðsins að finna leiðina.“Uppskrift að góðu liði Valsliðið var skipað ungum og efnilegum leikmönnum á síðasta tímabili en Ólafur hefur náð að efla hópinn. Elvar Friðriksson er kominn á ný heim á Hlíðarenda úr atvinnumennsku. Varnartröllið Ægir Jónsson gekk í raðir félagsins á ný frá Fram í sumar og síðan komu norðanmennirnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar frá Akureyri. Í Valsliðinu eru núna ungir og efnilegir leikmenn í bland við reynslubolta sem þekkja vel til inni á vellinum. „Fyrst og fremst eru þetta allt saman mjög góðir strákar og flottir karakterar sem gerir þennan hóp virkilega þéttan. Svona lítur þetta út í dag en auðvitað eigum við eftir að lenda í mótbyr í vetur, eins og öll lið, og þá er spurning hvernig strákarnir bregðast við. Karakter leikmanns sést fyrst fyrir alvöru þegar hann tapar leik en ég hef ekki miklar áhyggjur af leikmönnum Vals, þeir komast í gegnum þennan mótbyr þegar að honum kemur. Þú ert í raun loksins orðinn þjálfari þegar þú tapar þínum fyrsta leik. Ég er gríðarlega sáttur við þá leikmenn sem komu til okkar í sumar og runnu þeir mjög smurt inn í liðið. Það er síðan mitt hlutverk sem þjálfari að allir leikmenn fái sinn tíma inni á vellinum og að ég vinni sem mest að hag heildarinnar, ásamt því að leikmenn séu sáttir með það sem þeir eru að gera.“ Ólafur hóf sinn feril með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Sem leikmaður lék hann með þýsku liðunum Wuppertal og Magdeburg en með því síðarnefnda vann hann allt sem hægt er að vinna. Þaðan var ferðinni heitið til Spánar en hann lék með Ciudad Real á árunum 2003 til 2009 þar sem hann lék líklega sinn besta handbolta. Á Spáni vann Ólafur einnig allt sem hægt er að vinna með félagsliði. Árið 2009 gekk þessi vinstri handar skytta til liðs við lærisveina Guðmundur Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen og fór þaðan í mikið ævintýri til Kaupmannahafnar og lék eitt tímabil með AG København. Ólafur endaði síðan í Katar á síðustu leiktíð og á að baki ótrúlegan feril sem handknattleiksmaður. Með landsliðinu lék Ólafur 330 leiki og vann meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og til bronsverðlauna á Evrópumóti. Á þessari leið sinni hefur leikmaðurinn leikið undir mörgum þjálfurum sem ættu að hafa mótað hann sem þjálfara, en prófið er fram undan og spurning hvernig til tekst.Sigurmenning í Val „Það hefur alltaf verið menningin í Val að liðið á að vinna alla þá leiki sem það spilar og ef það hefur eitthvað glatast á undanförnum árum þá er það mitt hlutverk að endurvekja þá hugsun. Þótt liðið sé með sex markverði inni á vellinum í einu er það alltaf skylda Vals að vinna hvern leik. Það sem gerir íþróttir svona auðveldar er að maður getur alltaf dæmt árangur út frá sigri eða tapi, vissulega eru hlutirnir flóknari en svo. Ég vil sem þjálfari láta öllum leikmönnum liðsins líða vel á þeim stað sem þeir eru. Það sem er fallegast við Valsliðið er að við erum allir áhugamenn og ég hef alltaf sagt að það sé skemmtilegra að vinna með mönnum sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera en mönnum sem eru bara að stimpla sig inn í og út úr vinnu.“En hver eru markmið Ólafs Stefánssonar sem þjálfara? „Ég þarf að læra að koma því sem hefur verið í hausnum á mér í mörg ár frá mér og að það þurfi ekki alltaf einhvern túlk til að þýða það allt. Ég er í ákveðnari mótun og er að þroskast sem einstaklingur. Maður þarf að læra hvernig á að standa fyrir framan menn, vera með ákveðnar hugmyndir og kunna síðan skýringar á þeim. Þannig geta þessar hugmyndir síðan flætt inn í þá hausa sem við á. Maður vill einnig gera allt til þess að leikmenn liðsins verði betri handboltaspilarar og einfaldlega betri menn. Þeir verða kannski ekki allir atvinnumenn en draumurinn er samt alltaf sá að leikmenn liðsins geti litið til baka á þennan tíma og nýtt það sem þeir lærðu í lífinu.“
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira