Viðskipti innlent

FME samþykkir yfirfærslu frá Auði Capital til Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital til Íslandsbanka samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á séreignarsparnaði Auðar Capital, eða Framtíðarauði, að því er segir á vefsíðu eftirlitsins. Auglýsing um yfirfærsluna hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×