Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóðanna nema 2.390 milljörðum

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.390 milljörðum kr. í lok desember s.l. og hafði þar með hækkað um 53 milljarða kr. frá nóvember eða 2,3%.

Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.701 milljarði kr. í lok desember og hafði þá hækkað um 10 milljarða kr. á milli mánaða, að því er segir í hagtölum Seðlabankans.

Erlend verðbréfaeign nam 547 milljörðum kr. í lok desember og hafði þá hækkað um tæpa 16 milljarða kr. frá fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×