Fólk fær bara þrjá fjórðu af auglýstum hraða á netinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. júní 2013 07:00 Framkvæmdastjórn ESB hefur látið mæla hraða háhraðatenginga og bera saman við auglýstan hraða netveitna. Nordicphotos/AFP Neytendur í Evrópu fá ekki þann nethraða sem þeir borga fyrir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Fram kemur að fólk fái að jafnaði 74 prósent af auglýstum hraða. Rannsóknin tók sérstaklega til háhraðanettenginga, xDSL, kapalkerfa og ljósleiðara. „Þetta er í fyrsta sinn sem staðfestur er munur á auglýstum og raunverulegum hraða háhraðatenginga með sambærilegum og áreiðanlegum gögnum frá öllum ríkjum Evrópusambandsins,“ segir Neelie Kroes, aðstoðarforseti Framkvæmdstjórnar ESB, en að auki eru upplýsingar frá Króatíu, Noregi og Íslandi. Fram kemur að svokallaðar kapalkerfistengingar eru áreiðanlegastar, en þar er hraðinn að jafnðai 91,4 prósent af auglýstum hraða. Næstbest standa sig ljósleiðaratengingar með 84,4 prósent, en verst xDSL tengingar yfir símalínur sem að jafnaði eru ekki með nema 63,3 prósent af auglýstum hraða. Ísland er þar rétt fyrir neðan meðaltal Evrópu, með 61,3 prósent. Þá kemur fram að gögn um hraða séu frá „besta tíma“ netumferðar, virka daga frá sjö til ellefu árdegis. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), segir umræðu um gæði netþjónustu hafa verið lengi í gangi og viljað brenna við að fólk teldi sig ekki fá þann hraða sem greitt væri fyrir. Hins vegar sé það þannig að fjarskiptafyrirtæki auglýsi gjarnan hraða „allt að“ einhverjum mörkum. Þau séu því tæknilega innan marka þótt að jafnaði náist til dæmis ekki nema sex megabita hraði á sekúndu þótt auglýst hafi verið að hraðinn geti verið allt að tíu megabitum.Neelie Kroes og Hrafnkell V. Gíslason.Þá segir Hrafnkell að margvíslegir flöskuhálsar á netinu geti haft áhrif á hraða hverju sinni. „En ég geri þó ekki lítið úr því að hraðamálin eru mikilvæg og eru mikið til skoðunar,“ bætir hann við stofnunin vildi gjarnan skilgreina betur ramma utan um þau gæði sem fólk eigi að geta gengið að í ólíkum nettengingum. Um leið fagnar hann því því að niðurstaða sé fengin í könnun Framkvæmdastjórnarinnar. „Könnunin er til stuðnings þeirri viðleitni að leiða fram opna og málefnalega niðurstöðu um hvað felst í þessum gæðum, eða hraða.“ Á næsta ári eða þarnæsta segist Hrafnkell vonast til þess að verði komi grundvöllur sem byggja megi á leiðbeinandi reglur um hvað sé ásættanlegur hraði á netinu, miðað við eðli hverrar tengingar. Rannsókn Framkvæmdastjórnarinnar er unnin með sérstökum búnaði SamKnows og verið að auglýsa eftir fleiri þáttakendum sem samþykki að slíkur búnaður sé settur upp hjá sér. (Sjá samknows.eu). Hrafnkell segist í mars hafa sótt ráðstefnu um nethraða þar sem fjallað var um rannsóknina. „Þetta er gert með mjög flottum búnaði. Hér á landi voru settir upp hundrað slíkir kassar,“ segir hann. „Kostnaður við hvern þeirra er nokkuð mikill og fagnaðarefni að Framkvæmdastjórnin skuli ætla að halda rannsókninni áfram og fjölga mælum.“ Gert er ráð fyrir að rannsóknin standi til ársloka 2014 og tvær mælingar verði framkvæmdar til viðbótar. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Neytendur í Evrópu fá ekki þann nethraða sem þeir borga fyrir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Fram kemur að fólk fái að jafnaði 74 prósent af auglýstum hraða. Rannsóknin tók sérstaklega til háhraðanettenginga, xDSL, kapalkerfa og ljósleiðara. „Þetta er í fyrsta sinn sem staðfestur er munur á auglýstum og raunverulegum hraða háhraðatenginga með sambærilegum og áreiðanlegum gögnum frá öllum ríkjum Evrópusambandsins,“ segir Neelie Kroes, aðstoðarforseti Framkvæmdstjórnar ESB, en að auki eru upplýsingar frá Króatíu, Noregi og Íslandi. Fram kemur að svokallaðar kapalkerfistengingar eru áreiðanlegastar, en þar er hraðinn að jafnðai 91,4 prósent af auglýstum hraða. Næstbest standa sig ljósleiðaratengingar með 84,4 prósent, en verst xDSL tengingar yfir símalínur sem að jafnaði eru ekki með nema 63,3 prósent af auglýstum hraða. Ísland er þar rétt fyrir neðan meðaltal Evrópu, með 61,3 prósent. Þá kemur fram að gögn um hraða séu frá „besta tíma“ netumferðar, virka daga frá sjö til ellefu árdegis. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), segir umræðu um gæði netþjónustu hafa verið lengi í gangi og viljað brenna við að fólk teldi sig ekki fá þann hraða sem greitt væri fyrir. Hins vegar sé það þannig að fjarskiptafyrirtæki auglýsi gjarnan hraða „allt að“ einhverjum mörkum. Þau séu því tæknilega innan marka þótt að jafnaði náist til dæmis ekki nema sex megabita hraði á sekúndu þótt auglýst hafi verið að hraðinn geti verið allt að tíu megabitum.Neelie Kroes og Hrafnkell V. Gíslason.Þá segir Hrafnkell að margvíslegir flöskuhálsar á netinu geti haft áhrif á hraða hverju sinni. „En ég geri þó ekki lítið úr því að hraðamálin eru mikilvæg og eru mikið til skoðunar,“ bætir hann við stofnunin vildi gjarnan skilgreina betur ramma utan um þau gæði sem fólk eigi að geta gengið að í ólíkum nettengingum. Um leið fagnar hann því því að niðurstaða sé fengin í könnun Framkvæmdastjórnarinnar. „Könnunin er til stuðnings þeirri viðleitni að leiða fram opna og málefnalega niðurstöðu um hvað felst í þessum gæðum, eða hraða.“ Á næsta ári eða þarnæsta segist Hrafnkell vonast til þess að verði komi grundvöllur sem byggja megi á leiðbeinandi reglur um hvað sé ásættanlegur hraði á netinu, miðað við eðli hverrar tengingar. Rannsókn Framkvæmdastjórnarinnar er unnin með sérstökum búnaði SamKnows og verið að auglýsa eftir fleiri þáttakendum sem samþykki að slíkur búnaður sé settur upp hjá sér. (Sjá samknows.eu). Hrafnkell segist í mars hafa sótt ráðstefnu um nethraða þar sem fjallað var um rannsóknina. „Þetta er gert með mjög flottum búnaði. Hér á landi voru settir upp hundrað slíkir kassar,“ segir hann. „Kostnaður við hvern þeirra er nokkuð mikill og fagnaðarefni að Framkvæmdastjórnin skuli ætla að halda rannsókninni áfram og fjölga mælum.“ Gert er ráð fyrir að rannsóknin standi til ársloka 2014 og tvær mælingar verði framkvæmdar til viðbótar.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent