Drengskapur í stjórnmálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar