Regnboginn mun efla starfsöryggi Harpa Njálsdóttir og Atli Gíslason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Uppsögn á vinnusamningi hefur í för með sér margvísleg óþægindi fyrir þann sem fyrir verður. Fyrirvaralaus uppsögn getur valdið mikilli röskun í lífi launamanns, hjá konum sem körlum, svo að ekki sé talað um þá móðgun, sem felst í henni. Í núgildandi lögum er kveðið á um lengd uppsagnarfrests og að uppsagnir skuli vera skriflegar. Aðrar kröfur eru ekki gerðar til atvinnurekenda. Geðþótti getur ráðið för við uppsögn ef frá eru taldar undantekningar í sérlögum og örfáum kjarasamningum.Rökstuddar skriflegar uppsagnir Almennt er ekki lögð sú skylda á atvinnurekendur að tilgreina skriflega ástæður uppsagnar. Einber skrifleg tilkynning um uppsögn nægir og atvinnurekandi getur leyst starfsmann þegar í stað undan starfsskyldum en ber eðlilega að greiða laun á uppsagnarfresti. Bak við órökstuddar uppsagnir búa oft ástæður sem fela í sér mismunun samkvæmt jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alkunna er sú mismunun sem konur sæta í íslensku þjóðfélagi. Þær sæta órökstuddum uppsögnum vegna kynferðis síns auk þess að vera mismunað við ráðningar. Önnur staðreynd blasir einnig við. Hún er sú að það gerist æ algengara að miðaldra og eldra fólki með langan starfsaldur sé sagt upp og yngra starfsfólk ráðið í staðinn eða það heldur fremur störfum sínum. En leyndin, sú staðreynd að ekki þurfi að rökstyðja uppsagnir skriflega, útilokar einatt alla sönnun þess að þeim sem sagt er upp hafi verið mismunað. Engum er ofraun að haga uppsögn með málefnalegum og rökstuddum hætti, skriflega, og beita á viðurlögum ef það er vanrækt. Fyrir því berst Regnboginn, sbr. frumvarp Atla Gíslasonar á 141. löggjafarþingi, mál 327, þingskjal 374.Lagabreytinga er þörf Í samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO-158 frá 1982, um uppsögn og ráðningarsamninga er kveðið á um það að sú meginregla gildi að atvinnurekandi megi ekki segja starfsmanni upp, nema ákvörðunin sé byggð á atvikum er varða hæfni og háttsemi hans eða ástæðum sem varða atvinnureksturinn. Gerð er krafa um gildar ástæður, „valid reasons“. Í löggjöf flestra Evrópuríkja, meðal annars Norðurlanda, hafa verið sett lög sem takmarka uppsagnarrétt atvinnurekanda. Þau hafa lögleitt skilyrði um það að gildar og málefnalegar ástæður verði að liggja til grundvallar ákvörðun um uppsögn. Þessi skilyrði hafa ekki raskað starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu fyrirtækja. Verður ekki annað ætlað en að íslensk fyrirtæki geti starfað, vaxið og dafnað við sömu skilyrði. Það er aðeins verið að fara fram á að uppsögn byggist á upplýstum, skriflegum og málefnalega gildum rökum. Dómstólar hafa verið tregir til að dæma launamönnum, sem misgert hefur verið við með ólögmætum uppsögnum, miskabætur, jafnvel ekki í þeim tilvikum þar sem unnt hefur verið að sýna fram á dómgreindarleysi, hörku og óbilgirni atvinnurekanda. Hafa dómstólar vísað til þess að lagaheimild skorti. Er full ástæða til að lögleiða ótvíræða heimild til að greiða launamönnum miskabætur vegna ólögmætra og órökstuddar uppsagna. Regnboginn mun berjast gegn ábyrgðarlausu frelsi til uppsagna og kappkosta að efla kjör launamanna og starfsöryggi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Uppsögn á vinnusamningi hefur í för með sér margvísleg óþægindi fyrir þann sem fyrir verður. Fyrirvaralaus uppsögn getur valdið mikilli röskun í lífi launamanns, hjá konum sem körlum, svo að ekki sé talað um þá móðgun, sem felst í henni. Í núgildandi lögum er kveðið á um lengd uppsagnarfrests og að uppsagnir skuli vera skriflegar. Aðrar kröfur eru ekki gerðar til atvinnurekenda. Geðþótti getur ráðið för við uppsögn ef frá eru taldar undantekningar í sérlögum og örfáum kjarasamningum.Rökstuddar skriflegar uppsagnir Almennt er ekki lögð sú skylda á atvinnurekendur að tilgreina skriflega ástæður uppsagnar. Einber skrifleg tilkynning um uppsögn nægir og atvinnurekandi getur leyst starfsmann þegar í stað undan starfsskyldum en ber eðlilega að greiða laun á uppsagnarfresti. Bak við órökstuddar uppsagnir búa oft ástæður sem fela í sér mismunun samkvæmt jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alkunna er sú mismunun sem konur sæta í íslensku þjóðfélagi. Þær sæta órökstuddum uppsögnum vegna kynferðis síns auk þess að vera mismunað við ráðningar. Önnur staðreynd blasir einnig við. Hún er sú að það gerist æ algengara að miðaldra og eldra fólki með langan starfsaldur sé sagt upp og yngra starfsfólk ráðið í staðinn eða það heldur fremur störfum sínum. En leyndin, sú staðreynd að ekki þurfi að rökstyðja uppsagnir skriflega, útilokar einatt alla sönnun þess að þeim sem sagt er upp hafi verið mismunað. Engum er ofraun að haga uppsögn með málefnalegum og rökstuddum hætti, skriflega, og beita á viðurlögum ef það er vanrækt. Fyrir því berst Regnboginn, sbr. frumvarp Atla Gíslasonar á 141. löggjafarþingi, mál 327, þingskjal 374.Lagabreytinga er þörf Í samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO-158 frá 1982, um uppsögn og ráðningarsamninga er kveðið á um það að sú meginregla gildi að atvinnurekandi megi ekki segja starfsmanni upp, nema ákvörðunin sé byggð á atvikum er varða hæfni og háttsemi hans eða ástæðum sem varða atvinnureksturinn. Gerð er krafa um gildar ástæður, „valid reasons“. Í löggjöf flestra Evrópuríkja, meðal annars Norðurlanda, hafa verið sett lög sem takmarka uppsagnarrétt atvinnurekanda. Þau hafa lögleitt skilyrði um það að gildar og málefnalegar ástæður verði að liggja til grundvallar ákvörðun um uppsögn. Þessi skilyrði hafa ekki raskað starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu fyrirtækja. Verður ekki annað ætlað en að íslensk fyrirtæki geti starfað, vaxið og dafnað við sömu skilyrði. Það er aðeins verið að fara fram á að uppsögn byggist á upplýstum, skriflegum og málefnalega gildum rökum. Dómstólar hafa verið tregir til að dæma launamönnum, sem misgert hefur verið við með ólögmætum uppsögnum, miskabætur, jafnvel ekki í þeim tilvikum þar sem unnt hefur verið að sýna fram á dómgreindarleysi, hörku og óbilgirni atvinnurekanda. Hafa dómstólar vísað til þess að lagaheimild skorti. Er full ástæða til að lögleiða ótvíræða heimild til að greiða launamönnum miskabætur vegna ólögmætra og órökstuddar uppsagna. Regnboginn mun berjast gegn ábyrgðarlausu frelsi til uppsagna og kappkosta að efla kjör launamanna og starfsöryggi þeirra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun