Finnsku skattarnir og Esko Aho, fv. forsætisráðherra Borgþór S. Kjærnested skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun