Eigum við að bæta lífskjör? Magnús Orri Schram skrifar 25. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar