Með hvað er verið að sýsla? Hallgrímur Georgsson skrifar 24. maí 2013 06:00 Það er ekki að ástæðulausu sem almennir borgarar taka upp pennann og skrifa um heilbrigðismál á þann hátt sem gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Í grein starfsmanna landlæknisembættisins þann 26. mars síðastliðinn, sem m.a. Geir landlæknir skrifar undir, eru nefndar áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks vegna niðurskurðar og aukins álags en bent á að það megi nú ekki gleyma því að þjónustan sé alltaf jafn góð eða betri. Því til staðfestingar er m.a. nefnt að á Íslandi er heilbrigðisþjónustan metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Sú „staðreynd“ er reyndar umhugsunarverð og var kveikjan að þessari grein. Hvernig er heilbrigðisþjónusta metin í hverju landi? Af eigin reynslu og í samtölum mínum við fólk sem sent hefur kærur til landlæknis hefur komið fram að þeim hefur nokkrum verið vísað frá embættinu án viðeigandi rökstuðnings. Hér er á ferðinni ákveðinn talnaleikur sem sýnir færri óánægða en ella. Sami leikur er uppi á borðinu þegar landlæknir gefur kærum sama málsnúmer og búið er að afgreiða og loka hjá embættinu. Þá er um að ræða sama sjúklinginn eða aðstandendur hans en málefnið alls ótengt fyrstu kærunni. Alvarlegur blekkingarleikur Ef þetta eru markviss vinnubrögð í langan tíma er ljóst að alvarlegur blekkingarleikur er í gangi. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að illa afgreidd kvörtunarmál vinda yfirleitt upp á sig og sjúklingurinn fær í framhaldinu slæma eða enga þjónustu. Á það bæði við innan heilbrigðisþjónustunnar og embættis landlæknis. Hversu stór er þessi ósýnilegi hópur óánægðra sjúklinga og aðstandenda þeirra? Orðræðan „Ekki leita að sökudólgum“ fer hátt í umræddri grein. Kemur þar fram að neikvætt sé að sópa kvörtunarmálum undir teppið á sama tíma og það er frekar vanþróað að leita að sökudólgum. Betra sé að spyrja „Hvað gerðist?“ í stað þess að spyrja „Hverjum er það að kenna?“. Á sama tíma og landlæknir sópar „sökudólgum“ undir teppið segir hann að óánægja sjúklinga sé einungis vegna „ágalla í skipulagi“ heilbrigðisþjónustunnar. Hvað þýðir þetta? Er sökudólgurinn þá ekki sá sem skipuleggur þjónustuna? Fyrir hverja er embætti landlæknis? Er það eingöngu til fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar sem ítrekað þagga niður óánægjukvabb og kvartanir? Er það til fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem óttast eðlilega mest af öllu að vera úthrópað sem sökudólgar og þurfa að axla ábyrgð stjórnenda sinna og yfirmanna? Með því að þagga markvisst niður óánægjuraddir lærir enginn af þeim mistökum sem óhjákvæmilega verða í þjónustunni. Vandamál skjólstæðinga kerfisins hrannast aftur á móti upp og verða óviðráðanleg. Þeir sem lenda í slíku fara smátt og smátt að tortryggja heilbrigðisstarfsfólk og þjónustuna sem í boði er. Embættismönnum finnst það aftur á móti alveg í lagi. Í lagi svo lengi sem sökudólgurinn finnst ekki, þeir geti áfram valið hvaða kvartanir eru teknar til skoðunar og þannig haldið áfram að sýna fram á flottar tölur á heimsmælikvarða. Höfundur er áhugamaður um réttláta málsmeðferð sjúklinga innan stjórnsýslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem almennir borgarar taka upp pennann og skrifa um heilbrigðismál á þann hátt sem gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Í grein starfsmanna landlæknisembættisins þann 26. mars síðastliðinn, sem m.a. Geir landlæknir skrifar undir, eru nefndar áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks vegna niðurskurðar og aukins álags en bent á að það megi nú ekki gleyma því að þjónustan sé alltaf jafn góð eða betri. Því til staðfestingar er m.a. nefnt að á Íslandi er heilbrigðisþjónustan metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Sú „staðreynd“ er reyndar umhugsunarverð og var kveikjan að þessari grein. Hvernig er heilbrigðisþjónusta metin í hverju landi? Af eigin reynslu og í samtölum mínum við fólk sem sent hefur kærur til landlæknis hefur komið fram að þeim hefur nokkrum verið vísað frá embættinu án viðeigandi rökstuðnings. Hér er á ferðinni ákveðinn talnaleikur sem sýnir færri óánægða en ella. Sami leikur er uppi á borðinu þegar landlæknir gefur kærum sama málsnúmer og búið er að afgreiða og loka hjá embættinu. Þá er um að ræða sama sjúklinginn eða aðstandendur hans en málefnið alls ótengt fyrstu kærunni. Alvarlegur blekkingarleikur Ef þetta eru markviss vinnubrögð í langan tíma er ljóst að alvarlegur blekkingarleikur er í gangi. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að illa afgreidd kvörtunarmál vinda yfirleitt upp á sig og sjúklingurinn fær í framhaldinu slæma eða enga þjónustu. Á það bæði við innan heilbrigðisþjónustunnar og embættis landlæknis. Hversu stór er þessi ósýnilegi hópur óánægðra sjúklinga og aðstandenda þeirra? Orðræðan „Ekki leita að sökudólgum“ fer hátt í umræddri grein. Kemur þar fram að neikvætt sé að sópa kvörtunarmálum undir teppið á sama tíma og það er frekar vanþróað að leita að sökudólgum. Betra sé að spyrja „Hvað gerðist?“ í stað þess að spyrja „Hverjum er það að kenna?“. Á sama tíma og landlæknir sópar „sökudólgum“ undir teppið segir hann að óánægja sjúklinga sé einungis vegna „ágalla í skipulagi“ heilbrigðisþjónustunnar. Hvað þýðir þetta? Er sökudólgurinn þá ekki sá sem skipuleggur þjónustuna? Fyrir hverja er embætti landlæknis? Er það eingöngu til fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar sem ítrekað þagga niður óánægjukvabb og kvartanir? Er það til fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem óttast eðlilega mest af öllu að vera úthrópað sem sökudólgar og þurfa að axla ábyrgð stjórnenda sinna og yfirmanna? Með því að þagga markvisst niður óánægjuraddir lærir enginn af þeim mistökum sem óhjákvæmilega verða í þjónustunni. Vandamál skjólstæðinga kerfisins hrannast aftur á móti upp og verða óviðráðanleg. Þeir sem lenda í slíku fara smátt og smátt að tortryggja heilbrigðisstarfsfólk og þjónustuna sem í boði er. Embættismönnum finnst það aftur á móti alveg í lagi. Í lagi svo lengi sem sökudólgurinn finnst ekki, þeir geti áfram valið hvaða kvartanir eru teknar til skoðunar og þannig haldið áfram að sýna fram á flottar tölur á heimsmælikvarða. Höfundur er áhugamaður um réttláta málsmeðferð sjúklinga innan stjórnsýslunnar.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun