Með hvað er verið að sýsla? Hallgrímur Georgsson skrifar 24. maí 2013 06:00 Það er ekki að ástæðulausu sem almennir borgarar taka upp pennann og skrifa um heilbrigðismál á þann hátt sem gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Í grein starfsmanna landlæknisembættisins þann 26. mars síðastliðinn, sem m.a. Geir landlæknir skrifar undir, eru nefndar áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks vegna niðurskurðar og aukins álags en bent á að það megi nú ekki gleyma því að þjónustan sé alltaf jafn góð eða betri. Því til staðfestingar er m.a. nefnt að á Íslandi er heilbrigðisþjónustan metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Sú „staðreynd“ er reyndar umhugsunarverð og var kveikjan að þessari grein. Hvernig er heilbrigðisþjónusta metin í hverju landi? Af eigin reynslu og í samtölum mínum við fólk sem sent hefur kærur til landlæknis hefur komið fram að þeim hefur nokkrum verið vísað frá embættinu án viðeigandi rökstuðnings. Hér er á ferðinni ákveðinn talnaleikur sem sýnir færri óánægða en ella. Sami leikur er uppi á borðinu þegar landlæknir gefur kærum sama málsnúmer og búið er að afgreiða og loka hjá embættinu. Þá er um að ræða sama sjúklinginn eða aðstandendur hans en málefnið alls ótengt fyrstu kærunni. Alvarlegur blekkingarleikur Ef þetta eru markviss vinnubrögð í langan tíma er ljóst að alvarlegur blekkingarleikur er í gangi. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að illa afgreidd kvörtunarmál vinda yfirleitt upp á sig og sjúklingurinn fær í framhaldinu slæma eða enga þjónustu. Á það bæði við innan heilbrigðisþjónustunnar og embættis landlæknis. Hversu stór er þessi ósýnilegi hópur óánægðra sjúklinga og aðstandenda þeirra? Orðræðan „Ekki leita að sökudólgum“ fer hátt í umræddri grein. Kemur þar fram að neikvætt sé að sópa kvörtunarmálum undir teppið á sama tíma og það er frekar vanþróað að leita að sökudólgum. Betra sé að spyrja „Hvað gerðist?“ í stað þess að spyrja „Hverjum er það að kenna?“. Á sama tíma og landlæknir sópar „sökudólgum“ undir teppið segir hann að óánægja sjúklinga sé einungis vegna „ágalla í skipulagi“ heilbrigðisþjónustunnar. Hvað þýðir þetta? Er sökudólgurinn þá ekki sá sem skipuleggur þjónustuna? Fyrir hverja er embætti landlæknis? Er það eingöngu til fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar sem ítrekað þagga niður óánægjukvabb og kvartanir? Er það til fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem óttast eðlilega mest af öllu að vera úthrópað sem sökudólgar og þurfa að axla ábyrgð stjórnenda sinna og yfirmanna? Með því að þagga markvisst niður óánægjuraddir lærir enginn af þeim mistökum sem óhjákvæmilega verða í þjónustunni. Vandamál skjólstæðinga kerfisins hrannast aftur á móti upp og verða óviðráðanleg. Þeir sem lenda í slíku fara smátt og smátt að tortryggja heilbrigðisstarfsfólk og þjónustuna sem í boði er. Embættismönnum finnst það aftur á móti alveg í lagi. Í lagi svo lengi sem sökudólgurinn finnst ekki, þeir geti áfram valið hvaða kvartanir eru teknar til skoðunar og þannig haldið áfram að sýna fram á flottar tölur á heimsmælikvarða. Höfundur er áhugamaður um réttláta málsmeðferð sjúklinga innan stjórnsýslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem almennir borgarar taka upp pennann og skrifa um heilbrigðismál á þann hátt sem gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Í grein starfsmanna landlæknisembættisins þann 26. mars síðastliðinn, sem m.a. Geir landlæknir skrifar undir, eru nefndar áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks vegna niðurskurðar og aukins álags en bent á að það megi nú ekki gleyma því að þjónustan sé alltaf jafn góð eða betri. Því til staðfestingar er m.a. nefnt að á Íslandi er heilbrigðisþjónustan metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Sú „staðreynd“ er reyndar umhugsunarverð og var kveikjan að þessari grein. Hvernig er heilbrigðisþjónusta metin í hverju landi? Af eigin reynslu og í samtölum mínum við fólk sem sent hefur kærur til landlæknis hefur komið fram að þeim hefur nokkrum verið vísað frá embættinu án viðeigandi rökstuðnings. Hér er á ferðinni ákveðinn talnaleikur sem sýnir færri óánægða en ella. Sami leikur er uppi á borðinu þegar landlæknir gefur kærum sama málsnúmer og búið er að afgreiða og loka hjá embættinu. Þá er um að ræða sama sjúklinginn eða aðstandendur hans en málefnið alls ótengt fyrstu kærunni. Alvarlegur blekkingarleikur Ef þetta eru markviss vinnubrögð í langan tíma er ljóst að alvarlegur blekkingarleikur er í gangi. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að illa afgreidd kvörtunarmál vinda yfirleitt upp á sig og sjúklingurinn fær í framhaldinu slæma eða enga þjónustu. Á það bæði við innan heilbrigðisþjónustunnar og embættis landlæknis. Hversu stór er þessi ósýnilegi hópur óánægðra sjúklinga og aðstandenda þeirra? Orðræðan „Ekki leita að sökudólgum“ fer hátt í umræddri grein. Kemur þar fram að neikvætt sé að sópa kvörtunarmálum undir teppið á sama tíma og það er frekar vanþróað að leita að sökudólgum. Betra sé að spyrja „Hvað gerðist?“ í stað þess að spyrja „Hverjum er það að kenna?“. Á sama tíma og landlæknir sópar „sökudólgum“ undir teppið segir hann að óánægja sjúklinga sé einungis vegna „ágalla í skipulagi“ heilbrigðisþjónustunnar. Hvað þýðir þetta? Er sökudólgurinn þá ekki sá sem skipuleggur þjónustuna? Fyrir hverja er embætti landlæknis? Er það eingöngu til fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar sem ítrekað þagga niður óánægjukvabb og kvartanir? Er það til fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem óttast eðlilega mest af öllu að vera úthrópað sem sökudólgar og þurfa að axla ábyrgð stjórnenda sinna og yfirmanna? Með því að þagga markvisst niður óánægjuraddir lærir enginn af þeim mistökum sem óhjákvæmilega verða í þjónustunni. Vandamál skjólstæðinga kerfisins hrannast aftur á móti upp og verða óviðráðanleg. Þeir sem lenda í slíku fara smátt og smátt að tortryggja heilbrigðisstarfsfólk og þjónustuna sem í boði er. Embættismönnum finnst það aftur á móti alveg í lagi. Í lagi svo lengi sem sökudólgurinn finnst ekki, þeir geti áfram valið hvaða kvartanir eru teknar til skoðunar og þannig haldið áfram að sýna fram á flottar tölur á heimsmælikvarða. Höfundur er áhugamaður um réttláta málsmeðferð sjúklinga innan stjórnsýslunnar.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar