Innlent

Óljóst hvort sprengingar hafi virkað

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd/Pjetur Sigurðsson
Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af síld fældist út úr Kolgrafafirði þegar tilraunir voru tvívegis gerðar í síðustu viku til að flæma hana út með því að sprengja hvellhettur neðansjávar. Næst verður reynt að flæma síldina út með drápshljóðum úr háhyrningum.

Niðurstöður mælinga frá því á fimmtudag, áður en sprengingarnar hófust gáfu til kynna að umþaðbil 60 þúsund tonn af síld væru í firðinum.

Mæling sem var gerð eftir þessa tilraun sýndi ekki með óyggjandi hætti að magnið hefði minnkað og ekki var hægt að endurtaka mælingar eftir sprengingarnar á föstudag, vegan versnandi veðurs.

Það éru því engar niðurstöður í málinu. Þá var fylgst grannt með því hvort höggbylgjur frá hvellhettunum hefðu hugsanlega valdið innvortis blæðingu í síldinni, sem hefði dregið hana til dauða á einum til tveimur sólarhringum, en engar vísbendingar sáust um það, að sögn Hafrannsóknastofnunar. Ekki liggur fyrir hvort frekari tilaraunir verða gerðar með sprengingum, en ákveðið er að næst verði reynt að senda út hljóðupptökur af sérstökum drápshljóðum, sem háhyrningar gefa frá sér þegar þeir eru að smala saman síld til átu. Allur búnaður til þess er nú klár og bara beðið eftir góðu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×