Raunsæi Árna Páls Margrét S. Björnsdóttir skrifar 5. mars 2013 06:00 Formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands sætir árásum frá fólki sem segir hann hafa eyðilagt stjórnarskrármálið. Komið í veg fyrir að ný heildstæð stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar. Það er mikill misskilningur. Það er ekki á valdi Árna Páls. Stjórnarandstöðunni er í lófa lagið að drepa málið með málþófi þessa sjö þingfundadaga sem eftir eru og jafnvel þótt þingið yrði framlengt. Að ekki sé minnst á þá staðreynd að margir tugir mála frá ríkisstjórninni bíða afgreiðslu inni í þinginu. Málið er því miður fallið á tíma, þrátt fyrir besta ásetning þeirra sem fara fyrir því á Alþingi, einlægan vilja og harðfylgni þeirra Valgerðar Bjarnadóttur, Álfheiðar Ingadóttur og Lúðvíks Geirssonar, sem ber að þakka. Árni Páll er að höggva á hnút sem mér var löngu ljóst að yrði að gera.Meiri umræðu þörf Auk þess má benda á, að tillögur Stjórnlagaráðs, nú stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem eru um margt merkilegar og framfarasinnaðar, þarf einfaldlega að ræða betur. Hugsa þær til enda með okkar færasta fólki og ná sem víðtækastri sátt. Mikið er af nýmælum, jafnvel án fordæma sem eðlilegt er að lengri og almennari umræða verði um. Fyrir þessu talaði ég ítrekað í stjórn og þingflokki Samfylkingarinnar og hvatti til þess sama og Árni Páll leggur nú til. Stjórnarskráin er ekki eins og hvert annað ríkisstjórnarmeirihlutamál. Stjórnarskráin er sáttmáli sem við sem þjóð gerum hvert við annað. Þann sáttmála á ekki að keyra í gegnum Alþingi með tæpasta meirihluta og án góðs tíma til umræðu og umhugsunar. Það þarf hugrekki til að taka af skarið í svona stórum og umdeildum málum. Hugrekki til að horfast í augu við að tíminn er einfaldlega ekki nægur og sáttin ekki nógu víðtæk. Kjósendur Samfylkingarinnar og um helmingur þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun, vilja breyta stjórnarskránni fyrir kosningar. En kjósendur hljóta líka að vilja að við vöndum okkur og freistum þess að ná í þessu grundvallarmáli sem víðtækastri sátt. Náist sú sátt ekki eru hvort sem er nær engar líkur á að málið verði samþykkt á næsta Alþingi eins og Stjórnarskráin áskilur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands sætir árásum frá fólki sem segir hann hafa eyðilagt stjórnarskrármálið. Komið í veg fyrir að ný heildstæð stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar. Það er mikill misskilningur. Það er ekki á valdi Árna Páls. Stjórnarandstöðunni er í lófa lagið að drepa málið með málþófi þessa sjö þingfundadaga sem eftir eru og jafnvel þótt þingið yrði framlengt. Að ekki sé minnst á þá staðreynd að margir tugir mála frá ríkisstjórninni bíða afgreiðslu inni í þinginu. Málið er því miður fallið á tíma, þrátt fyrir besta ásetning þeirra sem fara fyrir því á Alþingi, einlægan vilja og harðfylgni þeirra Valgerðar Bjarnadóttur, Álfheiðar Ingadóttur og Lúðvíks Geirssonar, sem ber að þakka. Árni Páll er að höggva á hnút sem mér var löngu ljóst að yrði að gera.Meiri umræðu þörf Auk þess má benda á, að tillögur Stjórnlagaráðs, nú stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem eru um margt merkilegar og framfarasinnaðar, þarf einfaldlega að ræða betur. Hugsa þær til enda með okkar færasta fólki og ná sem víðtækastri sátt. Mikið er af nýmælum, jafnvel án fordæma sem eðlilegt er að lengri og almennari umræða verði um. Fyrir þessu talaði ég ítrekað í stjórn og þingflokki Samfylkingarinnar og hvatti til þess sama og Árni Páll leggur nú til. Stjórnarskráin er ekki eins og hvert annað ríkisstjórnarmeirihlutamál. Stjórnarskráin er sáttmáli sem við sem þjóð gerum hvert við annað. Þann sáttmála á ekki að keyra í gegnum Alþingi með tæpasta meirihluta og án góðs tíma til umræðu og umhugsunar. Það þarf hugrekki til að taka af skarið í svona stórum og umdeildum málum. Hugrekki til að horfast í augu við að tíminn er einfaldlega ekki nægur og sáttin ekki nógu víðtæk. Kjósendur Samfylkingarinnar og um helmingur þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun, vilja breyta stjórnarskránni fyrir kosningar. En kjósendur hljóta líka að vilja að við vöndum okkur og freistum þess að ná í þessu grundvallarmáli sem víðtækastri sátt. Náist sú sátt ekki eru hvort sem er nær engar líkur á að málið verði samþykkt á næsta Alþingi eins og Stjórnarskráin áskilur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun