Aðskilnaður systkina Hrafnhildur Hannesdóttir og Rannveig Sverrisdóttir og Birna Hafstein skrifa 25. mars 2013 16:00 Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins. Í dag er börnum í Reykjavík úthlutað leikskólaplássi eftir aldri í takt við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem fylgt er í starfi leikskóla. Þótt þessi regla eigi að gæta fyllsta réttlætis felur hún í mörgum tilvikum í sér brot á jafnræði systkina á leikskólaaldri sem eru aðskilin og innrituð hvort í sinn leikskólann. Við innritun barna í leikskóla verður að huga að velferð, tilfinningalegum og félagslegum þroska þeirra. Stuðningur við fjölskyldur borgarinnar er mikilvægur til að skapa sterka einstaklinga frá fyrsta degi. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem börn eru stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum er mikilvægt að styrkja tengsl systkina og tryggja að þau deili sameiginlegum reynsluheimi. Starfsfólkið og börnin á leikskólanum eru hluti af honum.Aðlögun Aðlögun yngri systkina hefst um leið og þau fylgja eldri systkinum í leikskólann ásamt foreldrum sínum. Barnið lærir á staðhætti og kemur jafnvel daglega í skólann. Starfsfólk og börn skólans þekkja barnið jafnan með nafni og það upplifir öryggi sem eldra systkini á næstu deild skapar því. Tengsl systkina verða þannig meiri og því einnig um hagsmuni eldra barnsins að ræða. Það er hagur leikskólakennara að systkini séu á sama leikskóla, fjölskyldutengslin verða meiri, sem er dýrmætt fyrir starfið, og komið er í veg fyrir óhjákvæmilegan flutning barna á milli skóla og rask sem því fylgir. Borgaryfirvöld hafa svigrúm til þess að bjóða systkinum pláss í sama leikskóla og gæta samtímis jafnræðis gagnvart öðrum börnum sem boðin er leikskóladvöl. Í reglum um innritun í leikskóla, 26. grein, segir að sveitarstjórn sé heimilt að setja reglur um innritun í leikskóla í sveitarfélaginu, enda njóti leikskóli framlags úr sveitarsjóði. Þessar reglur séu annars vegar settar með tilliti til aðstæðna barna og foreldra og hins vegar með tilliti til aðstæðna í leikskólum sveitarfélagsins. Innritun systkina á sama leikskóla er hagur allra. Fyrst og fremst er um að ræða hagsmuni barnanna en einnig fjölskyldunnar. Þar að auki má líta á þetta frá sjónarhorni samfélagsins og vinnumarkaðarins. Starfsdagar eru ekki allir samræmdir á milli leikskóla og sumarlokun ekki endilega sú sama. Það fer meiri tími í ferðir á hverjum degi, hvort heldur gangandi, hjólandi eða akandi. Ef börn eru keyrð í leikskóla er mengunin meiri og óþarfa umferð um hverfin eykst.Meiri akstur Aukinn tími í akstur og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, leiðir til þess að minni tími er eftir handa börnunum. Þetta fyrirkomulag veldur því að börnin eru lengur á leikskólanum dag hvern en ella. Barnmargar fjölskyldur hafa þar að auki ekki sama sveigjanleika og litlar fjölskyldur. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli barnanna. Í nýsamþykktum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlögum eru ákvæði sem kveða á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í samstarfslýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar frá 16. júní 2010 er tilgreint að með fyrstu verkum skuli vera að taka upp að nýju systkinaforgang í leikskólum borgarinnar. Nýtt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur var stofnað til þess að "veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi", eins og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Hljómar vel, en eru þetta orðin tóm? Miðað við núverandi ástand í Reykjavík eru mörg börn í dagvistun á þremur stöðum áður en þau byrja í grunnskóla; hjá dagforeldrum/í ungbarnaleikskóla og tveimur leikskólum vegna flutninga systkina. Við teljum að allir sjái að það er börnunum, systkinunum, fjölskyldunum, leikskólunum, vinnuveitendunum, samfélaginu og umhverfinu fyrir bestu að vera í sama leikskóla og deila sama reynsluheiminum. Foreldraráð og foreldrafélag leikskólans Brákarborgar hafa hvatt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar til að endurskoða afstöðu sína til innritunar systkina. Við skorum á ykkur að standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins. Í dag er börnum í Reykjavík úthlutað leikskólaplássi eftir aldri í takt við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem fylgt er í starfi leikskóla. Þótt þessi regla eigi að gæta fyllsta réttlætis felur hún í mörgum tilvikum í sér brot á jafnræði systkina á leikskólaaldri sem eru aðskilin og innrituð hvort í sinn leikskólann. Við innritun barna í leikskóla verður að huga að velferð, tilfinningalegum og félagslegum þroska þeirra. Stuðningur við fjölskyldur borgarinnar er mikilvægur til að skapa sterka einstaklinga frá fyrsta degi. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem börn eru stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum er mikilvægt að styrkja tengsl systkina og tryggja að þau deili sameiginlegum reynsluheimi. Starfsfólkið og börnin á leikskólanum eru hluti af honum.Aðlögun Aðlögun yngri systkina hefst um leið og þau fylgja eldri systkinum í leikskólann ásamt foreldrum sínum. Barnið lærir á staðhætti og kemur jafnvel daglega í skólann. Starfsfólk og börn skólans þekkja barnið jafnan með nafni og það upplifir öryggi sem eldra systkini á næstu deild skapar því. Tengsl systkina verða þannig meiri og því einnig um hagsmuni eldra barnsins að ræða. Það er hagur leikskólakennara að systkini séu á sama leikskóla, fjölskyldutengslin verða meiri, sem er dýrmætt fyrir starfið, og komið er í veg fyrir óhjákvæmilegan flutning barna á milli skóla og rask sem því fylgir. Borgaryfirvöld hafa svigrúm til þess að bjóða systkinum pláss í sama leikskóla og gæta samtímis jafnræðis gagnvart öðrum börnum sem boðin er leikskóladvöl. Í reglum um innritun í leikskóla, 26. grein, segir að sveitarstjórn sé heimilt að setja reglur um innritun í leikskóla í sveitarfélaginu, enda njóti leikskóli framlags úr sveitarsjóði. Þessar reglur séu annars vegar settar með tilliti til aðstæðna barna og foreldra og hins vegar með tilliti til aðstæðna í leikskólum sveitarfélagsins. Innritun systkina á sama leikskóla er hagur allra. Fyrst og fremst er um að ræða hagsmuni barnanna en einnig fjölskyldunnar. Þar að auki má líta á þetta frá sjónarhorni samfélagsins og vinnumarkaðarins. Starfsdagar eru ekki allir samræmdir á milli leikskóla og sumarlokun ekki endilega sú sama. Það fer meiri tími í ferðir á hverjum degi, hvort heldur gangandi, hjólandi eða akandi. Ef börn eru keyrð í leikskóla er mengunin meiri og óþarfa umferð um hverfin eykst.Meiri akstur Aukinn tími í akstur og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, leiðir til þess að minni tími er eftir handa börnunum. Þetta fyrirkomulag veldur því að börnin eru lengur á leikskólanum dag hvern en ella. Barnmargar fjölskyldur hafa þar að auki ekki sama sveigjanleika og litlar fjölskyldur. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli barnanna. Í nýsamþykktum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlögum eru ákvæði sem kveða á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í samstarfslýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar frá 16. júní 2010 er tilgreint að með fyrstu verkum skuli vera að taka upp að nýju systkinaforgang í leikskólum borgarinnar. Nýtt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur var stofnað til þess að "veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi", eins og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Hljómar vel, en eru þetta orðin tóm? Miðað við núverandi ástand í Reykjavík eru mörg börn í dagvistun á þremur stöðum áður en þau byrja í grunnskóla; hjá dagforeldrum/í ungbarnaleikskóla og tveimur leikskólum vegna flutninga systkina. Við teljum að allir sjái að það er börnunum, systkinunum, fjölskyldunum, leikskólunum, vinnuveitendunum, samfélaginu og umhverfinu fyrir bestu að vera í sama leikskóla og deila sama reynsluheiminum. Foreldraráð og foreldrafélag leikskólans Brákarborgar hafa hvatt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar til að endurskoða afstöðu sína til innritunar systkina. Við skorum á ykkur að standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna borgarinnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar