Innlent

Álit Jóns Steinars byggir á forsendum sem ekki standast

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála áliti sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt, sendi frá sér og Vísir greindi frá í dag.

Árni Páll segir að álit Jóns Steinars byggi á forsendum sem sé langt því frá gefið að standist. Ein sé sú að í veiðigjaldinu felist hefðbundinn skattur og önnur að það sé ekki heimilt að endurákvarða forsendur úthlutunar aflaheimilda. Þetta séu atriði sem heyrst hafa oft áður frá hagsmunasamtökum sem staðið hafa gegn því að almenningur fái eðlilega hlutdeild í sjávarafurðinni. Það hafi þó verið minnihlutaskoðanir meðal lögfræðinga landsins.

„Við erum árum saman búin að vera að meta möguleikann á endurskðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, með þátttöku allra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þar hefur alltaf verið gengið út frá þeirri grundvallarforsendu að það sé hægt að ákveða upp á nýtt með hvaða hætti veiðiheimildum sé úthlutað, það sé hægt að binda þá úthlutun ýmis konar skilyrðum og það sé hægt að leggja á veiðigjöld, allt án þess að það baki ríkinu skaðabótaskyldu,“ segir Árni Páll ennfremur í viðtali við Fréttastofu.

Í áliti Jóns Steinars kemur fram að hann telji að að útgerðarfyrirtæki gætu fengið nýju veiðigjaldi ríkisstjórnarinnar hnekkt fyrir dómi. Hann segir gjaldtökuna brjóta í bága við stjórnarskrá og þannig sé óheimilt að leggja sérstök gjöld á útgerðina sem endurgjald fyrir afnot af auðlind sem þjóðin eigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×