Innlent

Níu ára stúlka skilaði stútfullu peningaveski

Boði Logason skrifar
Stúlkan fann veskið í morgun
Stúlkan fann veskið í morgun mynd/365
Níu ára stúlka kom á lögreglustöðina á Akureyri í morgun og skilaði peningaveski sem hún fann við Þórunnarstræti 113 í morgun.

Í veskinu eru talsverðir peningar en ekkert segir til um hver eigandinn er. Sá sem tapaði veskinu fær það því afent á lögreglustöðinni gegn skilmerkilegri lýsingu á því.

Á Facebook-síðu lögreglunnar er stúlkunni hrósað fyrir heiðarleika og skilvísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×