Sannur jólaandi hjá Bílabúð Benna Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 11:30 Benni og frú afhenda Mæðrastyrksnefnd gjöfina. Bílabúð Benna styrkir 150 fjölskyldur um jólin í stað jólagjafa til viðskiptavina og fyrirtækið afhenti Mæðrastyrksnefnd 150 hamborgarhryggi til gjafa til skjólstæðinga. "Hjálparstarf þessara aðila hefur lengi gengt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, en þó er þörfin fyrir aðstoð þeirra sérstaklega brýn um þessar mundir, því miður," sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum. “Við erum þakklát fyrir að geta aðstoðað 150 fjölskyldur með þessum hætti í ár fyrir milligöngu Mæðrastyrksnefndar.” Í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólagjafir í ár hefur Bílabúð Benna ákveðið frekar að gefa 150 hamborgarhryggi frá Kjarnafæði, til einstaklinga og fjölskyldna, sem eru í neyð og þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent
Bílabúð Benna styrkir 150 fjölskyldur um jólin í stað jólagjafa til viðskiptavina og fyrirtækið afhenti Mæðrastyrksnefnd 150 hamborgarhryggi til gjafa til skjólstæðinga. "Hjálparstarf þessara aðila hefur lengi gengt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, en þó er þörfin fyrir aðstoð þeirra sérstaklega brýn um þessar mundir, því miður," sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum. “Við erum þakklát fyrir að geta aðstoðað 150 fjölskyldur með þessum hætti í ár fyrir milligöngu Mæðrastyrksnefndar.” Í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólagjafir í ár hefur Bílabúð Benna ákveðið frekar að gefa 150 hamborgarhryggi frá Kjarnafæði, til einstaklinga og fjölskyldna, sem eru í neyð og þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent