Innlent

Banaslys á Reykjanesbraut

Ekki fást frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.
Ekki fást frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.
Banaslys varð á Reykjanesbraut klukkan hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn, karlmaður á miðjum aldri, var einn í bílnum og lést á staðnum. Aðra í umferðinni sakaði ekki.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu varð slysið á Sæbraut en hið rétta er Reykjanesbraut, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins og því ekki hægt að tilgreina frá frekari upplýsingum á þessu stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×