Innlent

Öflugur skjálfti við Kolbeinsey

Jarðskjálfti upp á fjögur komma eitt stig varð norðaustur af Kolbeinsey í nótt, en skjálftar af þessum styrkleika eru fátíðir hér á landi.

Engin hefur hins vegar orðið hans var vegna fjarlægðar frá næsta byggðu bóli. Snarpir skjálftar hafa áður orðið á þessum slóðum þannig að skjálftinn kemur jarðvísindamönnum ekki á óvart og hann er ekki talinn fyrirboði frekari tíðinda.

Annars hafa fremur fáir skjálftar mælst á landinu undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×