Fjórir strokkar í Porsche Macan og Boxster Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 10:30 Porsche Macan. Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent