Fjórða kynningartilraunin á Alfa Romeo Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 09:15 Alfa Romeo Mito og Alfa Romeo Guillietta Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent