Innlent

Húsið mannlaust þegar eldurinn kom upp

Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. mynd/Guðmundur Ragnarsson
Íbúðarhúsið sem kviknaði í á þriðja tímanum í dag, rétt vestan við Vík í Mýrdal var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Búið er að slökkva eldinn og gekk slökkvistarf vel að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli.

Húsið hefur verið nýtt sem sumarbústaður tveggja fjölskyldna. Húsið var á tveimur hæðum, kjallarinn steyptur og timbur að ofan. Húsið var í góðu ástandi og mikið hafði verið unnið að því síðustu ár.

Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni sem var í kjallara hússins en nánari rannsókn á eldsupptökum verður á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×